Veikindafrí og foringjahollusta.

Það er mikið rætt um veikindafrí ISG þessa dagana á blogginu. Einnig hvort hún hafi fengið sérmeðferð umfram aðra þegna landsins.

Ég þekki ekki til þess hvernig málum er háttað með að senda fólk utan til geislameðferðar. Ég þekki hins vegar að senda börn til aðgerða erlendis sem ekki eru framkvæmdar hér. Guði sé lof fyrir að við gerum það, ekki víst að dóttir mín væri hér ef við hefðum ekki slíkt kerfi hér. Þetta var löngu fyrir tíð Guðlaugs sem svei mér þá, vill reka heilbrigðiskerfið eins og gróðastofnun en ekki sjálfsagða þjónustu í velferðarík. Ég fékk mjög góða þjónustu og eftirfylgni á þessum tíma.

Svo er það málið með ISG. Ég óska henni góðs bata og held því fram að hún hafi fyrir löngu átt að taka sér veikindafrí, hún var ekki heil heilsu. Vona að meðferðin gangi vel og að hún nái sér að fullu. En það er enginn svona ómissandi. Það hefur ekkert að gera með það að hún hefur valdið mér miklum vonbrigðum. Ég vil ennfremur að hún ásamt allri ríkisstjórninni segi af sér, en það hefur ekkert með heilsu hennar að gera né það hvort ég óski henni góðs bata, það er bara allt önnur ella. 

Ég sagði mig í SF á sínum tíma til að tryggja það að hún kæmist að sem formaður flokksins. Ég sem rekst illa í flokkum allskonar og aldrei áður sett mig á slíka lista. Leit upp til hennar og setti xið mitt við SF. Kaus hana þar á undan í Kvennalistnum. Var viss um að þarna væri á ferð kona sem ekki væri föl fyrir sæti. En því miður hafði ég rangt fyrir mér. Í fyrsta lagi að fara í stjórn með Alræðisflokknum. Í öðru lagi að sitja enn eftir hrunið og boða ekki til kosninga. Nú er ég farin að hljóma eins og Jón Baldvin. Ég vil bara að það sé á hreinu að um leið og ég óska henni góðs bata þá vil ég að stjórnin segi af sér. Hvort sem ISG er innanborðs eða  í veikindafríi. 

Ég er trúlega ekki mjög foringjaholl manneskja og eins og ég sagði áðan þá rekst ég illa í hópum. En ég fylgi ekki foringja sem ekki stendur við það sem hann lofar mér þegar ég kýs hann. Burtséð frá því hver á í hlut. 

Kapíss?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Mikið held ég að þú sért heilsteypt kona Rut

Tek undir allar þínar óskir

Sigrún Jónsdóttir, 16.1.2009 kl. 12:02

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Takk Sigrún mín, ég er líka þrjóskari en andskotinn ef út í það er farið en mér finnst hólið gott. Lái mér hver sem vill.

Rut Sumarliðadóttir, 16.1.2009 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.