Banna þá sem banna dýr!

Horfði á myndbandið með frétt af 88 ára gömlum bónda sem ekki fær að eiga dýr, á sínu eigin heimili, held það ætti frekar að banna þá sem banna slíkt.

Það hafa verið gerðar lærðar rannsóknir á því að gæludýr er frábær meðul við t.d. þunglyndi, það er líka þekkt að aldraðir þjást margir hverjir af þunglyndi. Þvílík forsjárhyggja að leyfa ekki fólki að hafa heimilisdýr á sínu eigin heimili. Auðvitað er ég að tala um að aðrir íbúar séu ekki truflaðir af slíku dýrahaldi. Að þeir þrífi sjálfir upp eftir þau. Og svo framvegis.....

Mér finnst það mannvonska að banna þetta. Og hana nú.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Sæl mikið er ég þér sammála, gæludýr eru gleðigjafar, mér finnst það illa gert að banna eldra fólki sem vill halda gæludýr t.d. míni hunda sem veita mikla gleði.

kkv

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 14.1.2009 kl. 13:06

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Takk Ásgerður, það gerir minn líka. þó ég verði pirruð á honum stundum því hann er enn að læra þetta með þarfirnar. Mér finnst þetta ótækt.

Rut Sumarliðadóttir, 14.1.2009 kl. 13:09

3 Smámynd: Gulli litli

Skamm skamm, hundinn heim....

Gulli litli, 14.1.2009 kl. 15:43

4 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Forsjárhyggja, jákvæð mismunun, pólitísk rétthugsun allt tiltölulega ný hugtök....og því ekkert of seint að ýta þeim burt aftur.

Haraldur Davíðsson, 14.1.2009 kl. 15:57

5 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Takk öll, ég kenndi í brjósti um gamla mannin sem er aleinn en vegna húsreglna má hann ekki fá þann félagsskap sem dýrin gefa, og eins og þú segir Silla, alinn upp í svei. Þetta er bara ljótt.

Rut Sumarliðadóttir, 14.1.2009 kl. 16:45

6 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Sammála þér Rut mín við vitum að  það er betra að gefa en að þiggja.

Langamma mín var frá Undirfelli 

Húnvetningur.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 14.1.2009 kl. 17:47

7 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Já, allavega á kjaftinn nei, smá grín, man ekki eftir Undirfelli í minni ættartölu en hún amma mín var alin upp af séra Arnljóti Ólafssyni og hans fjölskyldu. En þá erum við komin í Þingeyjasýslu.

Rut Sumarliðadóttir, 14.1.2009 kl. 19:03

8 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Skrítið að gamall maður skuli ekki mega eiga gæludýr.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 14.1.2009 kl. 20:18

9 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Já, það þykir mér.

Rut Sumarliðadóttir, 14.1.2009 kl. 20:24

10 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Sama hér.

Rut Sumarliðadóttir, 14.1.2009 kl. 21:15

11 Smámynd: Heidi Strand

Ég þekki blindan ungan mann sem byr í jarðhæð með eigin inngang en hann má ekki vera með blindrahundur.

Heidi Strand, 14.1.2009 kl. 23:37

12 Smámynd: Sigrún Óskars

innlitskvitt - hún gengur útí öfgar þessi forsjárhyggja.

Sigrún Óskars, 15.1.2009 kl. 00:06

13 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Sælar konur, Heidi ég trúi þessu ekki, má blindur maður ekki hafa blindrahund? Ja, hérna hér.

Sigrún, sammála því.

Rut Sumarliðadóttir, 15.1.2009 kl. 00:25

14 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Þetta er nu bara til skammar, blessaður karlinn, auðvita á að leifa honum að hafa dyr inn á sinu eigin heimili. SK'ARRA VÆRI ÞAÐ

Kristín Gunnarsdóttir, 15.1.2009 kl. 11:30

15 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Segðu Kristín, en hvað ekkert má stendur einhvern staðar.

Rut Sumarliðadóttir, 15.1.2009 kl. 11:57

16 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

150% sammála þér!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 15.1.2009 kl. 14:37

17 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Já, takk fyrir það, ilmolíuráðherra!

Rut Sumarliðadóttir, 15.1.2009 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband