Hitt og þetta, aðallega þetta.

Geir harði hefur áhyggjur af unga fólkinu. Að það fari og bíti gras í grænni högum en hér er að hafa. Eins og ástandið er með verðtryggingu lána (líka námslána) er hætt við að margt ungt fólk treysti sér ekki í nám sem bindur það á klafa þeirrar hringavitleysu. Það verður kannski þannig aftur að aðeins börn ríkra foreldra geti gengið menntaveginn. Eða gangi eins og Þórbergur í götóttum skóm með pappa í stað sóla. 

Ég á sjálf unga dóttur sem einmitt þannig er ástatt fyrir. Frábær námsmaður, ósérhlífin og hörkudugleg en sér sér ekki fært að fara í háskóla eins og staðan er. Ekki getur öryrkinn hún móðir hennar styrkt hana fjárhagslega. ( hún er líka  nánast eingetin en það er allt önnur Ella ) Hvað skyldi margt ungt fólk ekki vilja fara þessa leið? Bókvitið verður ekki í askana látið er gömul klysja sem hefur stungið sér á höfuðið og skipt um merkingu. Mesti auður okkar er í unga fólkinu með fersku hugmyndirnar og útfærslur á þeim sem við steintröllin sjáum kannski ekki af ýmsum ástæðum.

Borgarafundur í gærkveldi var mjög vel sóttur. Enginn mætti frá X-D. Me-me. Heilbrigðisráðherra talaði við einn ræðumanninn áður en fundur hófst til að athuga hvort hún talaði ekki  varlega! Ef að þetta segir okkur ekki að það sé farið að fara um suma, þá veit ég ekki hvað.

RÚV var ekkert að sjónvarpa frá þessum fundi en mun víst gera það á miðvikudagskvöld. Er ekki hægt að spara Derrikk í eina viku og senda beint, er ekki stofnunin á kúpunni? Horfi sjálf nánast eingöngu á fréttir þar svo ég veit þetta ekki. Er annars eitthvað annað aktúelt?

Annars er ég komin með harðan skráp eftir allt sem hefur gengið á undanfarna mánuði. Það kemur ekkert á óvart lengur. Hver spillingin rekur aðra, enginn settur í fangelsi, engar eignir frystar, allir sitja sem fastast. Ræningjar og landráðsmenn sitja í stólum æðstu ráðamanna. Sérsveitir efldar en ekki fjármálaeftirlit. 

Ég legg svo á og mæli um að þetta á eftir að breytast. Við fólkið eigum eftir að fá landið okkar til baka með breyttri stjórnarskrá og breyttum  stjórnarháttum. Fyrir slíkt þjóðfélag er ég tilbúin að berjast. Kannski verðum við eins og kynslóð foreldra okkar sem erum á "miðjum" aldri og viljum Íslandi allt. Hættum að svamla í eigin nafla. Græða á daginn og grilla á kvöldin verður gömul klisja sem menn hlægja að og hugsa meira til heildarinnar. Kannski verður það það eina góða sem kemur út úr þessu öllu saman.

Áfram nýja Ísland. 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Heyr, heyr.  Flottur pistill Rut

Sigrún Jónsdóttir, 13.1.2009 kl. 11:02

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Góður pistill

Hólmdís Hjartardóttir, 13.1.2009 kl. 11:07

3 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Takk Sigrún mín.

Rut Sumarliðadóttir, 13.1.2009 kl. 11:07

4 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Takk Hólmdís.

Rut Sumarliðadóttir, 13.1.2009 kl. 11:08

5 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Takk Dóra dúllurass, þú líka.

Rut Sumarliðadóttir, 13.1.2009 kl. 11:23

6 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Takk Silla mín, kveðjur á nesið.

Rut Sumarliðadóttir, 13.1.2009 kl. 11:41

7 Smámynd: Ólöf de Bont

Þú ert vel ritfær og málefnaleg.  Dóttir þín á ekki langt að sækja vitið.  Vonandi sér hún sér fært að komast í gegnum skóla eða þá að sitja hálfsextug eins og ég án námslána.

Ólöf de Bont, 13.1.2009 kl. 14:14

8 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Takk Ólöf mín, já, hana vantar ekki vitið og dugnaðinn en vill ekki steypa sér í skuldir, hún hefur nefnilega lag á að fara með peninga. Á alltaf aur og leggur fyrir. Ég nenni ekki sjálf að klára þessar örfáu einingar sem mig vantar í gráðuna, er allt of gömul til að eyða tíma í fag sem ég get ekki lengur unnið við.

Rut Sumarliðadóttir, 13.1.2009 kl. 14:57

9 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Þræl góður pistill Ruta mín. Vonandi verður nýja árið þér gjöfult og gott. 

ÁFRAM ÍSLAND!

Ingibjörg Friðriksdóttir, 13.1.2009 kl. 21:01

10 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Takk Imba mín og leðilegt árið til þín og þinna.

JÁ, ÁFRAM ÍSLAND

Rut Sumarliðadóttir, 13.1.2009 kl. 21:41

11 Smámynd: Gulli litli

Snilli ertu.

Gulli litli, 13.1.2009 kl. 22:10

12 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Rut Sumarliðadóttir, 13.1.2009 kl. 23:05

13 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Rut mín, nú getur þú hætt að hafa áhyggjur af fjárhagslegri afkomu dóttur þinnar því dómsmálaráðherra og Dögg Pálsdóttir ætla að skipa svo um að öll börn á íslandi verði undir sameiginlegu forræði -og þá væntanlega fjárræði- foreldra sinna.   Þá fara væntanlega feður "eingetinna" barna að sinna þeim, ekki satt ?

Hildur Helga Sigurðardóttir, 14.1.2009 kl. 07:36

14 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

HH, jahá, vitleysan riður ekki við einteyming. Það verður nóg að gera hjá þeim sem þurfa að leysa klögumál, nóg að gera hjá lögræðingum? verður það burtséð frá hæfi? Bókstafurinn verður eflaust til þess að allir feður sem lögðu bara til sáðfrumu verða til fyrirmyndar. Ekki að það hafi verið í mínu tilfelli en það gerist. Skyldi meðlag hækka samfara () þessu? Sem er mikið að borga en lítið að fá. Þekki þetta ekki, geturðu bent mér á uppl. um þetta?

Dóra, hættu þessu næturdrolli, í rúmið kl. 10!

Rut Sumarliðadóttir, 14.1.2009 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.