31.12.2008 | 11:09
Rödd barnanna en ekki fólksins?
Vona að hver einasti maður sem kemur að stjórn Íslands lesi þessa frétt. Hvernig farið þið annars að því að horfast í augu við sjálf ykkur? Ekki tetur af samvisku?
Kannski ná raddir barnanna inn fyrir hrokamúrinn hjá ykkur því greinilega gera raddir okkar fullorna fólksins það ekki. Hvernig verður ykkar minnst í sögubókunum sem börn framtíðarinnar eiga eftir að lesa í skólum landsins ef einhver á eftir að þora að eiga börn í framtíðinni? Verða ykkar afkomendur stoltir af verkum ykkar?
Hvern langar annars til að fæða börn í heim þar sem þau útskrifast af fæðingardeildinni ( þangað sem fólk tekur með sér nesti) með milljóna skuld í farteskinu. Börnin okkar fá sko skellinn af spillingu og sérhagsmunapoti ykkar, hvað ætli margar fjölskyldur leysist upp á nýju ári þegar heimilin fara undir hamarinn og það fer að hrikta í stoðum hjónabanda?
Ef þetta eru ekki raddir þjóðarinnar má ég hundur heita. Nú eða tík.
Börnin full af kvíða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heyr, heyr!
Sigrún Jónsdóttir, 31.12.2008 kl. 11:13
Sæl
Tek heilshugar undir með þér. En því miður er það reynsla mín að börnin og það sem að þeim lýtur tapa fyrst.
Þar sem ég starfa í skólakerfinu fæ ég hroll þegar ég heyri menntamálaráðherra sletta því fram eins og það sé ekkert mál að nú verði bara að þjappa í bekki o.s.frv. Nú ætti það að vera metnaðarmál góðra stjórnvalda að hlú að börnum þessa lands en auðvitað verður þrengt að börnum fyrst.
Ásta B (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 11:26
Sælar stúlkur og takk fyrir athugasemdirnar.
Hef sjálf starfað við kennslu og fleira í skólum og veit hvað þú meinar Ásta, Hér í Keflaví heitir það að það séu engir biðlistar í frístund og fleiri börnum troðið í örfáa fermetra sem ætlaðir eru í starfið en þetta hljómar svo vel út á við. Hvað ætli frú Þorgerður yrði langlíf í kennslustofu með 30 nemendur eða fleiri samkvæmt þessu, alla vinnudaga ársins?
Það virðist alltaf vera þeir sem síst geta tekið meira á sig sem finna fyrir svipunni fyrstir af öllum. Börnin greina það.
Rut Sumarliðadóttir, 31.12.2008 kl. 11:38
Sorglegt en sönn saga því miður.
Anna Ragna Alexandersdóttir, 31.12.2008 kl. 12:41
Það væri kannski hugmynd að vera með sjónvarpsþáttinn Barnaljós, þar sem ráðamenn sitja fyrir svörum hjá börnum? Spurningarnar yrðu sennilega hreinskilnar, ef ég þekki börnin rétt, og það yrði athyglisvert að sjá svörin sem þau fengju.
Villi Asgeirsson, 31.12.2008 kl. 13:35
Anna já, svo sannarlega.
Villi, sammála.
Rut Sumarliðadóttir, 31.12.2008 kl. 13:57
Takk fyrir hugvekjuna RutlaSkutla, okkar minnstu bræður/systur eru alltaf fyrst til að líða í hverskonar hörmungum.
Þetta eru ekki náttúruhamfarir sem börnin líða fyrir heldur afleiðingar af gjörðum manna (þó að efnahagskreppur séu stundum eins og náttúruhörmungar og hafi sjálfsagt sín lögmál)
Svo er mér spurn hvað kemur til að í byrjun kreppu - gengur hér síld um allan sjó, en hún er SÝKT og okkur engin búbót. Ætli ég sé að verða hjátrúarfullur aftur, eða trúaður?
Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson, 31.12.2008 kl. 16:29
Sveinbjörn, því miður en það er ekki náttúrlögmál heldur eins og þú segir réttilega, þetta eru gjörðir manna.
humm...já þú meinar...
Rut Sumarliðadóttir, 31.12.2008 kl. 17:13
já, einmitt - og gleðilegt nýtt ár!
Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson, 31.12.2008 kl. 19:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.