27.12.2008 | 13:13
Blessuð jólin
Jæja, þá eru blessuð jólin komin og farin, þó almanakið segi annað finnst mér jólin vera búin eftir annan. Svo er auðvitað áramótin eftir en samkvæmt mínu dagatali er það allt önnur ella en jólin. Maður þarf að fá að hafa smá sérvisku.
Jólin voru yndisleg í faðmi fjölskyldu og nýjustu viðbótinni honum Snata. Önnur óvænt gleði var bónorð sem dóttir mín fékk ásamt trúlofunarhring. Svo það verður brúðkaup á árinu. Mér tókst næstum því að gleyma ástandinu á landinu mínu svona rétt á meðan. Er ekki til í að láta taka burt gleðina yfir því að eiga tíma með ástvinum sínum þó mér virðist að það sé einmitt takmark þeirra sem völdin hafa að ræna okkur öllu því sem hægt er. Gleðina fá þeir ekki.
Annars endaði annar í jólum í ælupest hjá frúnni svo seinni hluti annars var haldinn í rúminu en við því er ekkert að gera. Komin á lappir aftur og ekki seinna vænna þar sem familían heldur jólaball í dag, komum saman um 60 manns. Við erum svo heppin að eiga músikanta í familíunni svo það verður dansað og sungið. Segi nú stundum að 10% af Íslandi séu komin út að foreldrum mínum en þau eiga um 90 afkomendur. Okei, ég er slök í reikningi.
Mitt framlag til jólaballsins er að baka vestfirskar hveitikökur til að eta með ketinu svo ég má ekki vera að þessu, þarf að fara að steikja. Set inn myndir þegar við komum heim, því þetta verður vel skjalfest jólaball.
Gleðilega rest.
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Leitt að heyra þetta með ælupestina en til hamingju með dótturina (væntanlegt brúðkaup) og vona að vel gangi að ala upp Snata. Hér er allt gott, róleg jól með fjölskyldunni. Skemmtu þér vel á jólaballinu
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 27.12.2008 kl. 14:53
Takk Bíbí mín, gleðilega rest.
Rut Sumarliðadóttir, 27.12.2008 kl. 15:25
Hlakka til að sjá myndirnar Rut...a promise is a promise
Sigrún Jónsdóttir, 27.12.2008 kl. 16:21
Yndislegt að vera með jólaball í fjöldskyldunni, láttu þér batna pestin kæra Rut og engin tekur gleðina frá manni. Kærleikskveðja
Kristín Gunnarsdóttir, 28.12.2008 kl. 10:19
Já, sælar stelpur, komnar inn jólamyndir frá jólunum, verð víst að snýkja myndir af ballinu frá systrum mínum þar sem ljósmyndarinn minn gleymdi að mynda. En ég á sætasta hund á landinu, þó hann sé pissudúkka og kúkalabbi.
Silla, já er það bara ekki? ef við bætum við fyrirferð sumra afkomaenda þá eru þetta amsk. 10%.
Kristín, hætt að æla. Við erum svo mörg að við verðum að leigja sal, samt erum við ekki kaþólsk. Bara gamla íslenska greddan.
Rut Sumarliðadóttir, 28.12.2008 kl. 13:07
Rut Sumarliðadóttir, 28.12.2008 kl. 22:00
Njóttu nú jólaballsins í botn og láttu æluna lönd og leið.
Ólöf de Bont, 29.12.2008 kl. 15:02
Takk ljúfan gerði það. Orðin spræk að mestu. Gleðilega rest.
Rut Sumarliðadóttir, 29.12.2008 kl. 21:39
Gleðileg áramót Rutla mín. Hundrað kossar og
Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 31.12.2008 kl. 01:45
Hey er það nokkuð Gústi minn sem ætlar að gifta sig???
Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 31.12.2008 kl. 01:46
Hæ, nei ekki Gústi fallegast maður á Íslandi heldur vann hinn tengdasonurinn spurningakeppni og vann pening. Valdís dóttir mín segir að nú geti ég grobbað mig af því að annar tengdasonurinn sé fallegastur á Íslandi en hinn sé gáfaðastur. Ekki það að ég sé neitt að grobba mig sko.
Gleðilegt árið
Rut Sumarliðadóttir, 31.12.2008 kl. 11:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.