4.12.2008 | 11:13
Borga og brosa.
Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, ætlar ekki að skýra viðskiptanefnd Alþingis frá vitneskju sinni um hvað varð til þess að Bretar beittu hryðjuverkalögum á Landsbankann á sínum tíma. Ber Davíð fyrir sig bankaleynd.
Með öðrum orðum: Ykkur kemur það bara ekkert við að á ykkur eru sett hryðjuverkalög, þegið þið bara. Hér ræð ég. Pay and smile enda erum við hamingjusamasta þjóð í könnunum langt aftur í tímann. Hélt annars nokkur að Doddi hrykki úr gírnum? Enda tilheyrir Jarpur ekki halelújakór Dodda en mig grunar að Doddi hafi notað sömu aðferðarfræði og við landann. Skrítið að Jarpur skyldi bregðast svona við eða þannig.
Manninum er ekki viðbjargandi.
Davíð ber fyrir sig bankaleynd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég veit um nokkra staði þar sem hægt er að "geyma" svona fólk
Sigrún Jónsdóttir, 4.12.2008 kl. 11:27
Ég líka það hét órólega deildin þegar ég var krakki!
Rut Sumarliðadóttir, 4.12.2008 kl. 11:53
Það kemur ekkert á óvart lengur. Það er ótrúlegt að enn skuli vera til einstaklingar sem trúa á þetta bull. Sennilega kemst Davíð á þing ef hann býður sig fram.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 4.12.2008 kl. 15:41
Því miður held ég að þetta sé rétt hjá þér. Enn og aftur undrar maður sig á því hvernig hann hefur hreðjatak á fólki. Ætli það sé svo J. Edgar Hoower bragur á þessu?
Rut Sumarliðadóttir, 4.12.2008 kl. 16:37
Mikið rétt honum er ekki viðbjargandi
Sigurbjörg, 4.12.2008 kl. 21:02
Nei, því miður. Takk fyrir kommentin öll.
Rut Sumarliðadóttir, 4.12.2008 kl. 22:08
Æ, það er ekki hæft á prenti það sem ég vildi segja um seðlabannkastjórann svo best er að þegja. Kvitt og kveðjur.
Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 4.12.2008 kl. 23:44
Dúna mín, stundum er betra að þegja en ég kann það ekki. Altaf svo óþekk stelpa:D
Rut Sumarliðadóttir, 5.12.2008 kl. 12:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.