21.11.2008 | 12:43
Týra á tíkarskottinu.
Nú þykir mér týra á tíkarskottinu! Samfylkingarfólk er farið að tala um að við þurfum kosningar í vor. Það er gott til þess að hugsa að það sé fólk á háttvirtu (eða þannig) Alþingi sem skiljur hvað þjóðin er að biðja um. Aðrir ráðamenn virðast algerlega skilningsvana á að þeir eiga ekki traust þjóðarinnar né umboð lengur. Þannig er "lýðræðið"á Íslandi. Lýðurinn ræður engu.
Sumir býsnast yfir því að eggjum sé hent og skilja bara ekkert í þessum pirringi í fólki. Alveg rasandi bit að borgarar grýti þá! Þessir hvítflibba glæpamenn vilja ferðast óáreittir um götur landsins. Og eru svo óforskammaðir að hneikslast yfir því landinn sé ekki til friðs.
Aðrir heyra ekki rödd þjóðarinnar sem berst inn um glugga steins- og steypuhalla þar sem silkihúfurnar sitja sem fastast enda sjá þeir ekki eigin ábyrgð á strandi þjóðarskútunnar margnefndu. Að minnsta kosti ekki í heyranda hljóði. Og benda hver á annan og hvítþvo sjálfa sig og sjá ekki nokkra ástæðu til að víkja úr rjúkandi rústum íslensks þjóðfélags. Og skilja bara alls ekki að við njótum ekki trausts neins staðar í heiminum á meðan þetta fólk situr sem fastast.
Á morgun kl. 3 er 7. mótmælafundur fyrir framan Alþingishúsið. Vona að sem flestir mæti og þátttakendur verði enn fleiri en síðast. Krafan er kosningar í vor og enn og aftur:
Burt með spillingarliðið.
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég mæti
Sigrún Jónsdóttir, 21.11.2008 kl. 13:03
Ég líka.
Rut Sumarliðadóttir, 21.11.2008 kl. 13:09
Ég held að afleiðingarnar verði mjög hækkandi eggjaverð...
Gulli litli, 21.11.2008 kl. 15:27
Haha, eitthver verður að græða í kreppunni!
Rut Sumarliðadóttir, 21.11.2008 kl. 15:52
Gaman að sjá að netið og talvan eru komin í lag. Ég verð bara á Kópaskerinu og fer ekkert á mótmælafund.
Manstu þegar ég var á bílnum hans Bjössa bró og hann drap á sér á miðri Tungötunni? Ég er oft búin að hlæja að því. Kveðja og knús.
Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 21.11.2008 kl. 19:26
Sælar frænkur, Dúna ég man þetta ekki. Góða helgi.
Rut Sumarliðadóttir, 22.11.2008 kl. 00:51
Minni á borgarfundinn á mánudag í Háskólabíó kl. 20.00. Dúna þú notar bara einkaþotuna. Þessir fundir hafa verið magnaðir og hvet því alla til þess að mæta. ÁFRAM KREPPUKONUR
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 22.11.2008 kl. 23:07
Dúna, þú pikkar mig upp í leiðinni, þú getur lent á golfvellinum hjá mér fyrir framan villuna!
Rut Sumarliðadóttir, 23.11.2008 kl. 12:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.