9.11.2008 | 12:00
Ligga, ligga, lá.
Mikið svakalega er ég ánægð með mótmælin í gær. Áreiðanlegar heimildir (ekki lögreglu) segja að um 5.000 manns hafi safnast saman á Austurvelli í gær.
Einhverjir köstuðu matvöru í Alþingishúsið og ýmsir eru hneykslaðir vegna þess en ég er ekki ein af þeim. Skil bara mjög vel reiði fólks. Alþingi er nú búið að kasta meira en smá skyri á okkur þjóðina svo það er ekki skrítið að fólk grýti húsið. Ekki það að ég haldi að þetta sé vænlegt til árangurs en mjög skiljanlegt. Unga fólkið hefur líka sína skoðun á ástandinu og bara allt í lagi að það tjái hug sinn á sinn hátt. Allt betra en deyfðin og doðinn sem hefur ríkt undanfarið.
Svo virðist sem flestir ef ekki allir fjölmiðlar einblíni á þennan þátt mótmælanna en fjalli lítið um fundinn sjálfan og hvað fundargestir sögðu í ræðum sínum. Finnst þeim ekkert merkilegt að fimm þúsund manns komi saman til að mótmæla? Ég er í öllu falli stolt af því fólki sem mætti og sýndi í verki að það er reitt og vill sjá breytingar. Vil prívat og persónulega þakka þeim. Og svo enn og aftur:
Burt með spillingarliðið!
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Margir lita alvarlegri augun á gjörninginn við Alþingishúsið í gær,
heldur en á þá sem settu þjóðina á hausinn.
Heidi Strand, 9.11.2008 kl. 12:20
Nákvæmlega það sem ég vildi sagt hafa. Takk.
Rut Sumarliðadóttir, 9.11.2008 kl. 12:41
Það helsta sem kemur í fjölmiðlum er matarkast í Alþingishúsið og bónusfáninn.
Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 9.11.2008 kl. 19:33
Ótrúlegur andskoti.
Rut Sumarliðadóttir, 9.11.2008 kl. 21:06
Þetta sýnir vel hvernig fjölmiðlar eru að reyna að móta almenningsálitið valdhöfum í vil. Reyna að gera lítið úr óánægju almennings.
Það er verið að reyna að vernda ríkisstjórnina og útrásarfurstana.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.11.2008 kl. 21:35
Að sjálfsögðu er verið að því. og gert eins lítið úr mótmælunum og hægt er.
Rut Sumarliðadóttir, 9.11.2008 kl. 23:00
Burt með spillingarliðið! ..
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 10.11.2008 kl. 23:14
Sigrún Jónsdóttir, 12.11.2008 kl. 18:27
Ég skil svo vel reiði fólksins, hugsa að ég mundi gera þetta lika ef ég væri stödd á Íslandi
Kristín Gunnarsdóttir, 17.11.2008 kl. 17:08
Halló öll,
hef verið netsambandslaus og í framhaldi tölvulaus en er komin aftur í samband við umheiminn. Takka fyrir kommentin.
Rut Sumarliðadóttir, 20.11.2008 kl. 11:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.