8.11.2008 | 13:57
Táp og fjör og frískir menn..
Svei mér þá ef íslendingar eru ekki aðeins að vakna úr doðanum sem hefur einkennt þá á síðustu vikum og mánuðum. Og farnir að mótmæla. Táp og fjör og frískir menn, finnast hér á landi enn!
Maður les í erlendum fréttaflutningi að aðrar þjóðir eru rasandi yfir okkur vegna þess að við látum ekki í okkur heyra. Af hverju að hjálpa þjóð sem ekki hjálpar sér sjálf? Og nennir ekki að mótmæla rányrkju og skuldaklöfum sem lagðir eru á þá og afkomendur þeirra. Ég verð nú að segja það að ég skil þetta sjónarmið.
Ég hef notað bloggið mitt til að mótmæla sem og margir aðrir. Ég er meira að segja ekki frá því að það hafi nokkur áhrif. Mér færari pennar (lyklaborð) hafa gert þetta mun betur. Bendi í því sambandi á hana Láru Hönnu, Sigrúnu Jónsdóttur og fleiri hérna Moggablogginu. Gæti talið upp langan lista af fólki sem hefur bloggað um ástandið og eru þess virði að lesa reglulega. Það er fólk hér sem stendur vaktina. Guði sé lof fyrir upplýsingaöldina sem hinn venjulegi maður getur nýtt sér og látið rödd sína heyrast.
Við getum breytt hlutunum. Ef við stöndum saman. Ráðamenn eru alveg að fatta þetta líka!! Áfram íslendingar, burt með spillingarliðið.
Góða helgi góðir hálsar.
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Var á togi hins himneska friðar í dag kl. 3 en friðurinn var svona um það bil að syngja sitt síðasta um 4 leytið. Þá upphófst skyr-kast í Alþingishúsið, ekki voru þeir af þeim sem við kusum sjáanlegir innan við gluggana, en kannski eru þeir svo uppteknir við vinnu, enda hver alþingismaður með hjálparmann vegna anna.Við aumingjarnir borgum. Er annars ekki hægt að segja upp ef fólk stendur sig ekki?????
Jú ekki má gleyma því að Baugsfáninn var dreginn að húni á Alþingishúsinu í dag, þá hlógu allir eða blístruðu og veifuðu og létu á einhvern hátt í ljósi að mótmælendur væru ekki allskostar ánægðir með að bara, standa þarna og hlusta á ræður. Við verðum að gera eitthvað meira en að tala, það ber sjáanlega ekki árangur.
Varst þú þarna? Ég hefði nefnilega viljað heilsa þér.
Sóldís Fjóla
P.s. er búin að mæta í allar mótmælagöngurnar.
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 8.11.2008 kl. 17:15
párið/pikkið mitt er langt frá því að vera á sama mælikvarða og hjá larahanna en takk fyrir samt. Pistlarnir þínir eru líka mjög góðir og þitt sjónarhorn sýnir að þú ert með puttann á púlsinum.
Bestu kveðjur.
Sigrún Jónsdóttir, 8.11.2008 kl. 23:51
Ég var í miðbænum í dag. Þetta voru einhver strákalæti sem er verið að yfirdrífa í fréttum. Mótmælin voru flott. Mér sýndust vera þarna um 5.000 manns. Flottar ræður og Einar Már var magnaður.
Mætti líka á borgarafund og hvet alla sem vettlingi geta valdið að mæta á þá fundi.
Við viljum ekki eyða dýrmætum tíma okkar til þess að þræla fyrir skuldum furstanna. Við viljum ekki að undirmálsmenn stjórni landinu. ´MÓTMÆLUM!
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.11.2008 kl. 01:24
Já, halló stelpur. Þetta var bara frábært. Á sjálf ekki heimangengt þessa dagana en reyni að koma mínu að hérna á blogginu. Vonandi verð ég hressari á næsta laugardag, er ekki örugglega fundur aftur þá?
Takk allar fyrir kommentin, nettengingin mín er að detta inn og út eftir behag svo þetta er hálf skrikkjótt hjá mér þessa dagana.
Rut Sumarliðadóttir, 9.11.2008 kl. 11:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.