4.11.2008 | 13:04
Í minningu Hróars Ægissonar og Valdísar.
Hann Hróar minn hefði orðið 15 ára í gær. Með ólíkindum hvað tíminn er fljótur að líða. Þessi litli strákur sem heilsaði heiminum á köldum nóvembermorgni og sendi ljós ínn í líf okkar litlu fjölskyldu. Og kvaddi svo allt of fljótt stuttu seinna.
Nokkrum mánuðum áður komu til mín dóttir mín og kærasti hennar, hún 16, hann 17. Þau boðuðu fund með mér svo ég þóttist vita hvað klukkan sló. Og hafði rétt fyrir mér. Þau höfðu verið að dunda sér við að búa til barn á heimavistinni. Eftir að hafa misst tvö börn sjálf eru öll börn velkomin hjá mér, unglingsbörn, utanhjónabandsbörn, bara nefndu það. Ömmubarn alveg sérstaklega.
Þessi litli ömmustrákur lifði í 78 daga. Tæpa þrjá mánuði. Hann var eðlilega mikið hjá ömmu þar sem mamma var varla komin af barnsaldri, aðeins 17 ára stelpuvillingur. En hann afrekaði ýmislegt á þessum fáum dögum. Hann færði okkur mæðgur aftur saman. Eftir afskaplega erfið unglingsár og ýmsar pústra okkar á milli kom hann og sameinaði. Og hvarf svo af braut. Einn morguninn var hann dáinn í fanginu á mömmu sinni. Hafði vaknað undir morgun og fengið pela og bleyju og kúrði svo í mömmufangi og vaknaði ekki aftur.
Eflaust vinnu fólk misvel eða illa úr sorginni en í mínu tilfelli hverfur hún aldrei. Söknuðurinn hverfur aldrei. Það er alltaf eitthvað sem minnir á: Nú væri hann að byrja í leikskóla, skóla, fermast. Sex mánuðum eftir að hann dó náði ég því að verða þakklát fyrir hvern dag og hverja stund sem við áttum saman en ekki tjaldar sorgin til einnar nætur í mínu tilfelli.
Enn þann dag í dag má ég ekki heyra "Tears in heaven" án þess að fá kökk í hálsinn. Og hlusta bara á Enyu þegar enginn sér og heyrir. Hún söng þetta þegar við kvöddum litla prinsinn okkar.
Blessuð sé minning þín Hróar Þór. Þú lifir í hjárta mínu eins lengi og ég dreg andann.
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fallegt, sorglegt. knús á þig Rut mín
Sigrún Jónsdóttir, 4.11.2008 kl. 13:10
Takk ljúfan.
Rut Sumarliðadóttir, 4.11.2008 kl. 13:13
Það runnu tár og það reyndi á auman hálsinn þegar ég las þessa fallegu færslu, en hún var þess virði. Knús.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.11.2008 kl. 14:10
Takk Jóga mín.
Rut Sumarliðadóttir, 4.11.2008 kl. 15:04
Æi, hvað þetta er sorglegt elsku Rut. Guð geimi þig og þína
Kristín Gunnarsdóttir, 4.11.2008 kl. 16:18
Takk fyrir mig.
Rut Sumarliðadóttir, 4.11.2008 kl. 17:46
Takk fyrir það Silla mín.
Rut Sumarliðadóttir, 4.11.2008 kl. 19:24
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 4.11.2008 kl. 21:36
Knús til þín.
Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 4.11.2008 kl. 23:12
Votta þér samúð mína kæra bloggvinkona, veit að sárin gróa aldrei en tíminn linar þjáninguna.
Sendi blessunaróskir til þín og þinna. Þú ert ein af hvunndagshetjunum sem ég var að tala um í blogginu mínu í dag.
Ninna
Guðrún Jónína Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 12:20
Ef þessi færsla kemur ekki út á manni tárunum þá er maður bara gerður úr steini.Og það er ég ekki. Takk.....
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 5.11.2008 kl. 17:54
Takk fyrir allar saman stelpur. Þið eruð bestar.
Rut Sumarliðadóttir, 6.11.2008 kl. 02:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.