31.10.2008 | 10:21
Viðhaldið mitt.
Ég má til að blogga svolítið um viðhaldið mitt. Hann klikkar aldrei. Hann er alltaf til staðar þegar ég þarf á honum að halda. Heitur og mjúkur.
Við erum búin að vera saman um nokkurt skeið. Enginn líknar eins og hann þegar ég þarf mest á því að halda. Sumar, vetur, vor og haust. Það geta ekki margir státað af slíkum stöðugleika, ekki einu sinni Doddi í Verðbréfalandi.
Þegar gigtin herjar á með lækkandi sól og tilheyrandi kulda er hann sá sem ég leita til. Við höfum varla komist fram úr rúmi síðustu daga svo innilega erum við spyrð saman. Ég gæti ekki hugsað mér lífið án hans.
Ég er auðvitað að tala um hitapokann minn. Dónarnir ykkar. Hélduð þið að ég ætlaði að fara að klæmast hér fyrir alþjóð? Aldeilis ekki. Allt of settleg kona.
Nú þegar ég er búin að atast í ykkur segi ég bara; góða helgi og látið sjást til ykkar á morgun.
Svona bara til gamans, gamalt og gott og heitir Hopelessly hoping.
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Haa, gott að hafa hjásvæfu. Knús og kveðja.
Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 31.10.2008 kl. 13:15
Takk, knús og kveðjur á þig líka.
Rut Sumarliðadóttir, 31.10.2008 kl. 13:55
HEHE, Hitapokinn er betri en enginn. Kærleikur til þín
Kristín Gunnarsdóttir, 31.10.2008 kl. 15:41
Þyrfti að fá mér einn svona fyrir veturinn......gott að geta svo bara fleygt honum út í horn, þegar hann hefur "fullnægt" mér
Sigrún Jónsdóttir, 31.10.2008 kl. 16:28
Haha Sigrún, svona eiga "karlmenn" að vera.
Rut Sumarliðadóttir, 3.11.2008 kl. 12:54
Dóra, ekki gleyma táfýlunni maður...
Rut Sumarliðadóttir, 3.11.2008 kl. 12:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.