Skyldulesning fyrir landann

Nýjustu fréttir herma að nú sé verið að ráða til starfa sem endurskoðendur í bönkunum þá sömu menn og komu okkur á hausinn. En nú skulu þeir finna út hvernig þeir fóru að þessu og eru auðvitað með öllu hlutlausir í þessari vinnu sinni. Er ekki allt í lagi?

 Eru stjónarmenn og konur búnir að missa allt vit? Er þetta eina fólkið sem kemur til greina og er fært um slíka vinnu? Þetta er með slíkum ólíkindum að mér fallast hendur í skaut. Sem betur fer er ekki eins farið með Láru Hönnu. Skyldulesning!

 

http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/entry/672519/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Ég seigi það nú líka, er ekki alt í lagi, hvað er í gangi þarna, ég bara spyr

Kristín Gunnarsdóttir, 14.10.2008 kl. 14:27

2 identicon

Ég held satt best að segja Rut mín, að við tvær ættum að bjóða okkur fram.

Við getum bæði tekið að okkur stjórn þessarra þriggja banka og líka rekið og ráðið óhæfa menn. Dj. langar mig að spyrða saman þá Davíð og Halldór og henda þeim út á ballarhaf.

Sigurbjörg (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 14:59

3 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Kristín mín, takk fyrir kommentið, þetta er orðið eins og lélegur farsi.

Rut Sumarliðadóttir, 15.10.2008 kl. 15:43

4 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Gæti flokkurinn heitið Sigurbjörg Rutar?

Rut Sumarliðadóttir, 15.10.2008 kl. 15:44

5 identicon

Mér finnst allt sem endar á flokkur ógeðfellt.

Ráð, samtök, fylking og eitthvað í þeim dúr finnst mér flottara.

T.d. Sigur Sumarliðaráðsins. eða bara Sigurliðaráðið. Hvað finnst þér um það?

Sigurbjörg (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 10:08

6 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Mér finnst Sigurliðaráðið flott!

Rut Sumarliðadóttir, 21.10.2008 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.