11.10.2008 | 12:24
Ég lebb!!
Það eru komnir ansi margir dagar síðan ég hef haft kraft til að setjast við tölvuna og skrifa nokkarar línur. Ég, eins og restin af þjóðinni er í djúpum skít og timburmönnum en það væri að bera í bakkafullan lækinn að tala meira um ástandi á landinu mínu.
Við höfum setið á rökstólum nokkrar vinkonur um hvað við getum gert til að reyna að sporna við því að fara á hausinn og missa það litla sem okkur hefur tekist að öngla saman á síðustu og verstu tímum. Og halda geðheilsunni í leiðinni.
-Spilakvöld einu sinni í viku. Kostar ekkert og þar sem við erum flestar haldnar alzheimer light, eflir minni og rökhugsun.
-Bjóðum hvorri annarri í mat. "Heyrðu Jóna, mér var gefinn ýsusporður, við borðum hjá mér í kvöld"
-Förum í geymslurnar og gerum jólahreingerningu á ýmsu dóti sem safnar bara ryki og er til óþurftar. Höldum síðan bílskúrssölu og reynum að fá nokkrar krónur í vasann. Erum búnar að fá vilyrði fyrir bílskúr sem snarlega var nefndur "Kreppukofinn" og byrjaðar á að plana hvernig við nýtum aðstöðuna.
-Ein vinkonan átti verslun og situr uppi með dót og drasl úr því ævintýri.
-Önnur okkar er alltaf með nefið ofan í pottum og hún hefur verið að gera tilraunir með hundanammi og er dottin ofan á góða og ódýra lausn. Búið að prófa afurðina við góðar undirtektir. Þar er kominn annar varningur til sölu.
-Ég er saumakonan og á nokkra dúka tilbúna til sölu, ætla að bæta í safnið fram í desember.
Svo eftir áramót með gríðarlegan gróða í vösunum förum við til London og setjum aurinn í breskan banka.
Nei, í alvöru talað eitthvað verður maður að reyna að klóra í bakkann og fá inn skerðinguna sem við höfum orðið fyrir sem minnst höfum á milli handanna. Brems....Nei, ég ætla ekki að tala um ástandið í þessu bloggi.
Ætla hins vegar að láta þennan flakka: Drengur einn bjó vestur á fjörðum. Hann var ekki talin mikil mannvitsbrekka og var sérlega illa að sér í íslensku. Dag nokkurn þurfti hann inn í fjörð og sagði við mömmu sína:" Ég þarf út í firð, viltu keyra mér"? Nei, móðirin gat það ekki. Þá sagði stráksi: "Það er allt í lagi, ég lebb".
Hafið það svo gott um helgina elskurnar mínar.
Rutalskutla stórburgeis.
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 892
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk og velkomið. Búin að svara.
Rut Sumarliðadóttir, 11.10.2008 kl. 12:51
Takk fyrir bloggvináttuna, Það er sko engin kreppa hjá þér.
Kærleiksknus
Kristín Gunnarsdóttir, 11.10.2008 kl. 14:05
Nei, ég segi eins og konan, nú myndi ég hlægja ef ég væri ekki dauð!
Rut Sumarliðadóttir, 11.10.2008 kl. 14:18
Það er eins gott að Bretinn var búinn að gleyma Selvogsbanka, hann eigum við þó skuldlaust
Sigrún Jónsdóttir, 11.10.2008 kl. 15:01
Við leggjum gróðann í þann banka.
Rut Sumarliðadóttir, 11.10.2008 kl. 15:09
Hahahahahahaha.....er möguleiki á að fá inngöngu í klúbbinn????? Ég á eitthvað drasl í geymslunni enþá, en það er víst eins gott að hafa hraðar hendur ag vera fyrri til en sumir. Valdhafarnir eru svo fljótir í förum.
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 12.10.2008 kl. 11:35
Haha, takk Sóldís, eins og ég segi þá verðum við stórburgeisar á þessu, það er ekki nema Davíð komist með bláu krumluna í þetta og heimti prósentur!
Rut Sumarliðadóttir, 12.10.2008 kl. 13:12
Bendi ykkur á bankabyggið.
Eftir að þeir Geiri og Grani, fyrirgefið, afsakið! Ég meinti. þeir Dabbi og Dóri gáfu út veiðileyfi á íslenskt hagkerfi, hef ég reynt að eyða því sem ég á, í að borga skuldir og þvíumlíkt. Hef sagt það oft og mörgum sinnum: Ég tek ekki þátt í keðjubréfum, píramídasölu eða annarri áhættustarfsemi, enda er ég heigull að upplagi, fæddur kommi og nánös í háttum.
Þetta er nú kannski smágrín, en ég hef drýgt kjöthakkið og bætt í brauðið (sem ég baka alltaf sjálf) bankabyggi og það er ótrúlega gott bæði í brauð grauta og kjötsósur.
Stöndum saman og gerum grín að okkur, en gys að Dabba og Dóra.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 12.10.2008 kl. 17:59
Geir og Grani......
Rúni notar byggið en sem meðlæti smakkaði það í sumar, fínt sem slíkt. Imba mín, við fáum bara timburmennina ekkert parý! Takk fyrir tipsið.
Rut Sumarliðadóttir, 13.10.2008 kl. 10:51
Dóra: tóku þeir í Ameríku ekki þátt í kreppunni? Æi, nóg komið af krepputali. Góða skemmtun.
Rut Sumarliðadóttir, 13.10.2008 kl. 10:52
hahaha kannski að maður þurfi að lebba fljótlega.
Þið eruð greinilega frjóar í hugsun vinkonurnar. Gangi ykkur vel með þetta allt saman.
Jóna Á. Gísladóttir, 14.10.2008 kl. 11:33
Takk dúllan mín, þú gleður mitt hjarta.
Rut Sumarliðadóttir, 14.10.2008 kl. 11:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.