5.10.2008 | 14:44
Gogo girls
Var að horfa á sjónvarpið í gærkvöldi. Við sátum tvær vinkonurnar og hlógum eins og fífl og frussuðum yfir borðhaldið sem samanstóð af síld, saltkexi, Kjarnafæðispaté, piparosti og öðru álíka gúmmolaði. En það er útúrdúr.
Á dagskrá kvöldsins var þáttur á Skjá einum sem nefnist því þjóðlega nafni; Singing bee. Eins og nafnið gefur til kynna þá er um að ræða þátt þar sem útvaldir áhorfendur í sal, koma upp og reyna að botna texta á ýmsusstu lögum.
Allt í góðu með það.
Það sem stóð í mér þarna í miðju borðhaldi var að allan tímann voru fjórar ungar stúlkur dillandi sér til hliðar við keppendur. Veit ekki hvort ég er að verða forpokuð kerling sem sér skrattann í hverju horni.
Blessaðar stúlkurnar voru klæddar í dökkan svona hálfgerðan flugfreyju/hjúkku búning sem varla huldi neðri hluta óæðri endans. Á höfðinu svona hálfgerðan flugfreyjubát. Allar með platínumljóst sítt hár og bara hreinlega eins og nánustu afkomendur Barbí.
Ókey, okey, ef þetta hefði verið söng- og danskeppni hefði þetta kannski sloppið. Kannski eru þær settar inn til að tryggja að landsins feður og eiginmenn velgi sófann. En svakalega fór þetta í mínar fínustu taugar. Alger óþarfi í þessum þætti.
Jenný Anna, nú verð ég líka stimpluð sem nasistafemínistadrusla. Hvað kostar ársgjaldið?
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 892
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála, alveg örugglega fínustudansarar en eiga ells ekki heima í þessum þætti.
xxx (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 15:05
Takk fyrir það XXX.
Rut Sumarliðadóttir, 5.10.2008 kl. 16:16
Takk og sömuleiðis.
Rut Sumarliðadóttir, 5.10.2008 kl. 22:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.