kreppufærsla með gigtarívafi

Jæja, svona í ofanálagt (eins og ein vinkona mín segir gjarnan:D) við bölvaða kreppuna þá er gigtin komin með snjónum. Gamalkunnir verkir fara að segja til sín, hnén bólgin og bölvaður ökklinn er að fylgja á eftir þeim. Mjöðmin í sínu versta stuði. Nýjasta viðbótin er hálsinn þar sem brjóskið er orðið eytt og gamlir áverkar eftir slys fara sífellt versnandi.

Ekki hætt/ur að lesa?

Skyldi nú engan undra á síðustu og verstu. Hver þarf  sjúkrasögu í viðbót við kreppuna sem allt er að drepa í landi íss og elda.

Ég verð nú samt að segja það að ég var hrifin af frú Þorgerði þegar hún lýsti því yfir að seðlabankastjóri væri embættismaður og ætti þar af leiðandi ekki að skipta sér af stjórnmálum!! Ætli honum hafi ekki dottið það í hug sjálfum? Hvað er í gangi í flokki sjálfstæðis? Hversu langt ætla sjálfstæðismenn að fara í að elta gamla foringjann sem augljóslega er mjög veill á geði? Og hefur ekki hugmynd um að hann er hættur í pólitík.

Og hvar er minn flokkur Samfylkingar? Eini pólitíkusinn sem ég hef séð vinna sína vinnu og halda sig við stefnuskrá er Jóhanna Sigurðardóttir. Hún reddar minni trú á að allir missi vit og heilsu við að stíga inn á Alþingi íslendinga. Og er eina ástæðan fyrir því að ég hef ekki sagt mig úr flokknum.

Ef ég setti á vogarskálar fjandans gigtina annars vegar og efnahagsmálin hins vegar þá ynni gigtin. Ég get sett í mig fullt af kemískum verkjalyfjum og legið og mókt vegna þeirra. Það eru engin meðul við hinu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Brilljant myndlíking með vogina.

Annars er ég sammála að Jóhanna er sú sem heldur uppi þessari ríkisstjórn.

Ég kaus VG og er því ekki með móral.  Múha.

Batakveðjur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.10.2008 kl. 14:38

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Muhaa slappst! Þakka kommentið, met það mikils. Feministanasistinn þinn (og minn)!

Rut Sumarliðadóttir, 4.10.2008 kl. 15:37

3 identicon

Gott innlegg og frábær líking með vogarskálina, get sagt það sama. Andsk. kuldinn gersamlega læsist í liðina og ég stirðna svo skemmtilega að ég veit aldrei hvað snýr upp þegar ég reyni að standa upp úr stólnum. Sit því sem fastast þar til blóðið hættir að renna niður í rassinn á mér þegar hann dofnar rís ég á fætur.

Samfylking er mín fylking, hvernig skyldi Sollu líða? Jóhanna er flottust, ég bíð spennt eftir nýjum lögum um TR

Guðrún Jónína Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 15:46

4 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Takk Ninna. Svipað hér, get hvorki sitið né staðið lengi. Segi gjarnan að eina vinnan sem ég get unnið í dag sé sem jójó í sirkus. Upp og niður, upp og niðu upp.......Solla hver?

Rut Sumarliðadóttir, 4.10.2008 kl. 15:53

5 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Verð að bæta því við að Solla hefur afsökun, þessi skelegga, duglega og rökvissa kona sem ég ber mikla respekt fyrir að öllu venjulegu. Vonandi kemur hún tvíefld til baka úr veikindaleyfinu.

Rut Sumarliðadóttir, 4.10.2008 kl. 16:02

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Rétt hjá þér Rut....engin meðul til fyrir hinum fjandanum

Ég er ennþá að heyra sjálfstæðismenn hæla Davíð, engin lækning þar

Sigrún Jónsdóttir, 4.10.2008 kl. 18:12

7 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Nei Sigrún, því miður og líka því miður í hinu tilefellinu.

Rut Sumarliðadóttir, 4.10.2008 kl. 18:41

8 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Takk og sömuleiðis.

Rut Sumarliðadóttir, 4.10.2008 kl. 21:37

9 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Takk Silla.

Rut Sumarliðadóttir, 5.10.2008 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband