25.9.2008 | 10:35
úti-búið
hef verið að krúsa á blogginu í morgun og sé það að ég er ekki ein með hugsanir mínar um hvað taki eiginlega við í þessu efnahagsástandi sem ríki hér.
Í alvöru talað ég er að fara á hausinn.
Reikningarnir eru að byrja að tínast inn um bréfalúguna núna þegar það fer að halla í mánaðarmótin. Maginn kominn í hnút sem losnar barasta ekki. Lánin af íbúðinni minni hafa hækkað um ca. 10.000- kall á mánuði eða um 120.000.- á ári. Það eru næstum því heil mánaðarlaun hjá mér. Ég verð greinilega að sleppa því að lifa einn mánuð á ári. Bankamafían hlýtur að vera stolt af því að fóðra vasana með þessum aurum.
Þetta er auðvitað fyrir utan hækkanir á matvælum, bensíni, tryggingum.....
Það var svo sem ekki úr háum söðli að detta. Það verður enginn feitur af öryrkjabótum á Íslandi. Að missa starfsgetuna er nógu slæmt, að gera fólki ómögulegt að lifa af bótunum sínum í ofanálag er náttúrulega bara til að drepa það endanlega.
Er í alvöru talað að hugsa um hvort ég geti yfirhöfuð lifað á þessu landi.
Nú passa ég inn í að þá greiningu að bloggarar séu þunglyndir.
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er erfitt að lesa þessar línu hjá þér Rut mín, en samúð mína áttu alla. Erfitt vegna þess að það er lítið sem maður getur boðið annað en samúð og baráttukveðjur og líka erfitt vegna þess að það hljóta margir að vera í sömu stöðu þótt þeir þegi þunnu hljóði og láti jafnvel sem allt sé í lagi. Það þykir nefnilega ekki fínt að berja sér á Íslandi, nema að maður sé "búmaður" og þurfi þess raunverulega ekki.
Svanur Gísli Þorkelsson, 25.9.2008 kl. 10:57
Takk Halldóra, eigðu líka góðan dag.
Svanur gamli vin, jú það er einmitt málið ef það væri enginn til að klappa á bakið þá fyrst væri þetta vonlaust ástand. Nei, þykir ekki fínt að barma sér. Því miður eru mýmörg dæmi eins og mitt. Takk fyrir falleg orð.
Rut Sumarliðadóttir, 25.9.2008 kl. 11:20
Þetta er napur raunveruleikinn og það bætir það ekkert að þeygja yfir honum.
Góða helgi
Sigrún Jónsdóttir, 25.9.2008 kl. 11:41
Þetta er illt að heyra og þetta kremur mitt gamla hjarta. En mundu að þetta eru BARA peningar!
Gulli litli, 25.9.2008 kl. 11:48
Takk Sigrún, nei ég svo sannarlega ekki ein á báti. Góða helgi
Takk Gulli
Rut Sumarliðadóttir, 25.9.2008 kl. 12:18
Sæl Sigrún, ég er á sama báti og þú öryrki af guðs náð og alveg að gefast upp á launum mínum frá ríkinu. Ég safnaði í hittifyrra 12.800 undirskriftum sem ég afhenti Siv í Háskólabíó. þar var mótmælt kjörum lífeyrisþega og tekjutengingum við laun maka. Nú er hálfur sigur unninn, tekjutengingar afnumdar en eftir er ennþá að borga okkur mannsæmandi laun. Sjáðu bloggið mitt í gær.
með baráttukveðju Ninna
Guðrún Jónína Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 13:07
Baráttukveðjur.
Haraldur Davíðsson, 25.9.2008 kl. 15:06
Takk Haraldur
Rut Sumarliðadóttir, 25.9.2008 kl. 15:44
Jú, sérðu ekki sauðasvipinn og krullurnar
Rut Sumarliðadóttir, 25.9.2008 kl. 18:58
Rut Sumarliðadóttir, 25.9.2008 kl. 22:31
Að lifa í dag er næstum ógerlegt, en hvernig skyldu bankarnir og Davíð hafa það. Liðið sem við kusum til að sjá um okkur, þeir sjá bara um sig og hafa það reyndar ágætt. Þrátt fyrir efnahagsvandamál....hvernig skyldi standa á því.?????
Sóldís...Baráttukveðjur
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 26.9.2008 kl. 10:16
Takk Sóldís, þarf að fara að vekja upp hana langömmu sem stríddi Davíð í Höfða, kannski hægt að senda hana á karlinn í seðlabankanum. Nú þarf ég bara að læra voodoo
Rut Sumarliðadóttir, 26.9.2008 kl. 10:22
Jaaá...voodoo.....það líst mér vel á.....ef þú ferð á svoleiðis námskeið viltu þá taka mig með....please!!!!!!Efnahagsvandinn er þessháttar, að sem vörn verður að læra voodoo. Og þetta með langömmuna, það líst mér sko vel á.
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 26.9.2008 kl. 17:27
Hehe Veistu hvar þetta er kennt? Kannski get ég keypt mér hælisleitanda sem fær borgað með sér og kann voodoo!!
Rut Sumarliðadóttir, 26.9.2008 kl. 17:51
Bara velkomið, öfunda þig af því að vera í sveitinni það er seigt í sveitarómantíkinni hjá mér. Enda er ég dreifari. Eigðu góða helgi.
Rut Sumarliðadóttir, 27.9.2008 kl. 10:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.