hrottalegt ofbeldi á börnum

Guð minn góður hvað það er hræðilegt  að lesa þetta. Vesalings börnin, mamman í neyslu og áverkar benda til að pabbinn skutli í þau hnífum og berji á þeim. Hefur enginn í umhverfi barnanna séð neitt athugavert? Hann er grunaður um langvarandi ofbeldi. Eru allir sofandi þarna?

Sem betur fer eru börnin komin til afa og ömmur. En "faðirinn" gengur laus á meðan að málið er rannsakað. Hvílíkur andskotans aumingi má þessi maður vera. Á varla orð til að lýsa því hvílíkt ógeð ég hef á fólki sem leggur hendur á börn. Hvernig er hægt að gera svona . Ég bara get ekki skilið það.

Ég sló einu sinni eldri dóttur mína á rassinn og ég er enn með samviskubit nærri þrjátíu árum síðar. Þar með er upp talinn minn ofbeldisferill. Hvernig ætli sálarlíf mannsins sé? Hvernig er hægt að réttlæta svona fyrir sjálfum sér og halda áfram að níðast á börnunum?

Það þarf svo sannarlega meira en getnað til að vera foreldri.


mbl.is Grunur um hrottalegt líkamlegt ofbeldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Maðurinn er auðvitað veikur.  Maður spyr sig, hvaða uppeldi hlaut hann?  Svo er móðirin????  Hún lætur þetta viðgangast.  Kannski eru þau í mikilli neyslu og þá spyr ég, hvar eru aðstandendur þessara barna, eða nágrannar?

Ég sló oft í bossan á dætrum mínum, sennilega af því að ég var rasssssskellt reglulega.  Það skýrir ýmislegt.

Ég er ekki með neitt teljandi samviskubit yfir því að hafa danglað í bossann á þeim, en ég vildi óska að mér hefði ekki legið svona hátt rómur þegar ég var að ala þær upp.

Ég fæ víst ekki annað tækifæri hvað börnin mín varðar, en ég á barnabörn og svo kenni ég yfir 300 börnum á aldrinum 6 til 12 ára og ég vanda mig eins og ég get, en ég er með sterka rödd og hún heyrist í mílu fjarlægð.

Ég reyni að vanda mig á hverjum degi.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 19.9.2008 kl. 12:11

2 identicon

Ég er svo hjartanlega sammála þér Rut og verst þykir mér að þessi svokallaðir "faðir" skuli ekki vera í gæsluvarðhaldi núna og hafður þar á meðan rannsókn stendur yfir.   Þessi maður er greinilega bilaður á geði og á ekki að vera innan um annað fólk og hvað þá börnin sín eða annarra börn! Hver segir að hann geti ekki nálgast börnin sín núna ?  En vonandi eiga þau góða ömmu og afa sem umvefja þau ást og umhyggju og vernda þau.

Ég set líka spurningarmerki á það afhverju nágrannar, vinir, fjölskylda eða skólafólk hafi ekki séð einhver teikn um ofbeldi fyrr á þessum blessuðu börnum ef þetta hefur staðið yfir í einhver ár eins og fréttin gefur til kynna.

Herdís (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 12:18

3 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Imba mín, það hvein líka stundum í mér og er sammála að ég vildi að ég hefði lækkað í mér. En það er bara eðlilegt að missa stundum þolinmæðina og það held ég að allir foreldrar geri. Ég er líka með sterka rödd og það hefur gerst að börnin mín hafi haldið að ég væri að skamma þau ef ég hækkaði róminn.

Kannski hefur maðurinn sjálfur alist upp við ofbeldi. Hvað veit ég. En það þýðir ekki að fólk þurfi að taka upp svona vonda siði. Hann er fullorðinn en þau ekki og maður skyldi ætla að það eitt og sér væri nóg. Skil ekki hvernig það er hægt að réttlæta fyrir sjálfum sér að halda uppteknum hætti. Veit auðvitað að þú ert ekki að mæla þessu bót.

Herdís, maður spyr sig, eins og þú bendir á, hvar eru aðstandendur. Þeim sem standa að uppeldismálum ber lagaleg skylda umfram aðra til að tilkynna ef grunur leikur á ofbeldi, að hvaða toga sem það er. Ótrúlegt að svona viðgangist til lengri tíma.

Rut Sumarliðadóttir, 19.9.2008 kl. 12:37

4 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Svona fréttir koma út á manni tárunum, hverskonar fólk fer svona með varnarlaus börn? 

Eru báðir foreldrarnir veikir? Það hlýtur að vera, faðirinn (ef föður skyldi kalla) misþyrmir sínum eigin börnum á hroðalegan hátt og móðirin (ef móður skyldi kalla, ég efast stórlega um þau bæði.) í neyslu. 

Ég vona bara að amma og afi hjálpi þessum vesalings börnum og komi þeim til manns.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 19.9.2008 kl. 15:09

5 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Verðum við ekki bara að segja að þetta sé veikt fólk þe foreldrarnir. En hvað með alla hina sem standa að börnum á grunnskólaaldri. Ættingjar, skóli og aðrir í umhverfi barnanna. Er ekki klárt að börnin sýni hegðun í samræmi við það sem var að gerast á heimilinu? Grunaði engan neitt? Þetta ástand skv. fréttinni er langvarandi.

Kemur svo sannarlega út á manni tárunum.

Rut Sumarliðadóttir, 19.9.2008 kl. 15:40

6 Smámynd: Gulli litli

Svei og svei

Gulli litli, 19.9.2008 kl. 16:49

7 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Nei, varla. Takk Silla, hún er bara brött miðað við allt. Förum á fund með lækninum  á mánudag. Góða helgi.

Rut Sumarliðadóttir, 19.9.2008 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband