Það var sagt mér það..

Þessi setning er svo dásamlega vitlaus að ég varð að nota hana. Hana heyrði ég fyrst vestur á fjörðum frá nemendum mínum.  En ástæðan fyrir notkun hennar hér er alveg ótengd vestfjörðum og ekki ætla ég að gefa mig út fyrir að vera málfarsperri.

Heldur það að ég rakst á skrif sem segja að dýralæknirinn eigi þrjár dætur. Það er mér stórlega til efs að hans dætur þurfi nokkurn tíma að dýfa hendi í kalt vatn. Þær fá eflaust hlut í sparisjóðum og slíku í arf. Þurfa þar að leiðandi ekki að lifa á kvennalaunum eins og pöpullinn. Þannig að það að reyna að höfða til hans sem föður er eflaust eins og skot í myrkri.

En hvað með stjórnarsáttmálann um að jafna hlut kvenna í launamálum almennt og í umönnunarstörfum sérstaklega? Hvað segja nýju siðareglurnar um það að þingmenn ( kvenmenn og karlmenn) brjóti á bak aftur kosningaloforðin sín? Til hvers að setja lög um siðareglur og brjóta grunnregluna; að við kjósum fólk til að koma á framfæri þeim málefnum sem á okkur brenna.

Ekki það að svíkja kosningaloforð sé nýtt undir sólinni. Ónei. En ég í sakleysi mínu hélt ég að þar sem félagshyggjufólk blandast við íhaldið í stjórn að kannski yrði breyting á. Skammist ykkar til að semja við ljósmæður þið landsfeður og mæður. Þetta ástand er okkur til minnkunnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

heyr heyr

Hólmdís Hjartardóttir, 12.9.2008 kl. 12:20

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Takk Hólmdís, var að lesa komment frá þér annars staðar á blogginu. Samfylkingin á að slíta þessu samstarfi. Endar annars eins og framsókn í örmynd.

Rut Sumarliðadóttir, 12.9.2008 kl. 12:32

3 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

. Skammist ykkar til að semja við ljósmæður þið landsfeður og mæður. Þetta ástand er okkur til minnkunnar. Þessum orðum þínum  er ég hjartanlega sammála.

Og ég er líka sammála því að þessu stjórnarsamstarfi á að ljúka, því fyrr.....því betra.

Sóldís 

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 12.9.2008 kl. 15:29

4 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Heyri og sé að þú ert alveg að rifna rétt eins og ég.  Eigum við að mæta á fund á miðvikudaginn og rífa almennilegan kjaft.  Við gætum í leiðinni spurt um eftirlaunafrumvarpið, sem taka átti fyrir strax á haustmánuðum.

Ég er nú að fara í sveitina mína á eftir og alveg ákveðin í því að slökkva á mér til að safna kröftum fyrir næsta fund.  

Í alvöru, ég hef ekki orðið reiðari í langan tíma. 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 12.9.2008 kl. 15:49

5 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Já, svo sannarlega. Hann er farinn í mál við ljósmæður!!! Eins gott að hann er ekki í utanríkisráðuneytinu!! Það var dropinn sem fyllti mælinn hjá mér. Maðurinn er ekki með fulle fem þó ég reyni að forðast persónulegar athugasemdir. Á þetta að verða til þess að ljósmæður semji??? Gáfulegt.

Eftirlaunafrumvarpið. Þori ekki þangað núna.

Rut Sumarliðadóttir, 12.9.2008 kl. 15:56

6 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Sóldís, takk. Samfylkingin átti aldrei að fara í þetta samstarf. En það er lítið hægt að gera í minnihluta. Er bara svo hrædd um að þetta samstarf verði til þess að Samfylkingin, minn flokkur, tapi fylginu. Sbr. Framsókn.

Rut Sumarliðadóttir, 12.9.2008 kl. 16:05

7 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Sé það að ég er alltaf að gefa meira og meira upp um mitt prívatlíf eins og því hvaða flokki ég tilheyri. Á ég ekki bara að halda áfram;

Brjóstamál...... nei, ég að grínast í ykkur.

Rut Sumarliðadóttir, 12.9.2008 kl. 16:07

8 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Hahaha...þetta með brjóstamálið er frábært....En eins og þú veist örugglega þá erum við ótrúlega þagmælskar.

 Ég held satt að segja að allir séu að rifna yfir framferði þessar ríkisstjórnar.Ég er alveg til í að mæta á þennan fund og rífa kjaft, mér sýnist ekki veita af að láta skoðanir sínar í ljósi. Hvort það ber árangur, það er spurningin. 

Sóldís

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 13.9.2008 kl. 08:26

9 Smámynd: Gulli litli

Brjóstmálið færi ekkert lengra. Flottur pistill..

Gulli litli, 13.9.2008 kl. 09:16

10 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Takk þið, ég er svoddan villingur stundum. Eins og einhver rithöfundur sagði;

"það býr ung stelpa í brjósti mínu og hún neitar að deyja"

Rut Sumarliðadóttir, 13.9.2008 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.