út úr skápnum

Það er komið að því að koma sér út úr skápnum. Ekki það að ég ætli að taka upp á því að miðjum aldri að æfa hvílubrögð með kynsystrum mínum. En ég er laumuplebbi.

Fékk mér hins vegar Fjölvarpið um daginn og nú krúsa ég á milli "homes under the hammer", "Devine design" og guð má vita hvað þeir heita þessir þættir sem ég sit undir eins og dáleidd hæna.

Er orðin nokkuð glögg á verði á húsnæði hér og þar í Englandi, þar geta t.d. nágrannar lagst gegn því að byggingar séu of háar og spilli fyrir þeir útsýni. Og það er hlustað á þá. Þarna eru líka þættir þar sem fólk kemur með dýrgripi til að fá þá metna af sérfræðingum. Rosalega intressant.

Ég sem hef lítið horft á sjónvarp í alveg svakalega mörg ár er orðin eins og hinir plebbarnir, horfi á sjónvarpið á kvöldin og tala svo um þættina daginn eftir. Ókeypis auglýsing fyrir Fjölvarpið.   Blush        Ég er plebbi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Þú þekkir þá mæðgurnar Brooke og Bridget eða hvað?

Ertu kannski engin plebbi?

Ingibjörg Friðriksdóttir, 11.9.2008 kl. 14:21

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Gvöð nei, er ekki svona sápukona, en svona "makeover" ( endurgerð?) þættir eru bara skemmtilegir. Ætlaði á  mínum yngri, hemm, árum að fara í innanhússarkitektúr eða annað því skylt. Finnst bara svo gaman að sjá svona hreysi breytast í heimili og hvað margir eru sniðugir og nýtnir. Það vantar í íslensku þjóðarsálina, þeas. nýtni. Kannski minni plebbi en ég gantaðist með í skrifunum. Takk fyrir kommentið. (afsakið athugasemdina).

Rut Sumarliðadóttir, 11.9.2008 kl. 15:18

3 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Þú ert þá í það minnsta afskaplega skemmtilegur plebbi.  Þakka þér fyrir stuðninginn, Rut mín. Mér þótti afskaplega vænt um hann!  

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 11.9.2008 kl. 15:45

4 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Bara velkomið Helga, stóð í þeirri trú  að hér gæti maður sagt það sem manni býr í brjósti.

Rut Sumarliðadóttir, 11.9.2008 kl. 15:54

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ert þú sem sagt dottin í glápið?, ég gerði það fyrir nokkrum árum var veik og datt inn í þennan fjanda en sem betur fer dottin úr honum aftur.
Horfi bara helst á fréttir.
Yndislegar myndir að fólkinu þínu.
Kveðja
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.9.2008 kl. 16:35

6 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Takk fyrir það Milla. Hef ekki dottið í svona sjónvarpsgláp í fleiri ár.  Kannski er þetta bara ellimerki? Já, satt segirðu þetta er fallegt fólk. Og bráðgreind að auki. Ég er eðlilega ekkert hlugdræg

Rut Sumarliðadóttir, 11.9.2008 kl. 16:56

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Við erum yfirhöfuð aldrei hlutdrægar, við segjum þetta bara í kommen sens meiningu, fólk tekur því eins og það vill.
Ellimerki! Nei, nein það er engin gamall hér.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.9.2008 kl. 17:09

8 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Rut Sumarliðadóttir, 11.9.2008 kl. 17:47

9 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Þú ert þá allsengin plebbi.   Ég er á fullu í Boldinu.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 11.9.2008 kl. 17:55

10 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Haha, Imba þú ert greinilega meiri plebbi en ég. Finnst stöð 2 allt og dýr og tími ekki að kaupa hana. Annars lægi ég eflaust og horfði á boldið.

Rut Sumarliðadóttir, 11.9.2008 kl. 18:10

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Æ Guð nei þú mundir ekki horfa á boldið og þó ég horfði á þessa vitleysu heilan vetur er ég komst ekki úr húsi.
Veistu þó að stöð 2 væri ódýrari mundi ég eigi kaupa áskrift af henni.
Það sem ég hef gaman að er áhorf á barnamyndir með barnabörnunum mínum.
Eru það ekki annars ellimerki?

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.9.2008 kl. 20:50

12 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Við erum bara korter í að verða elsta kynslóðin. Skrítið að hugsa það.

Rut Sumarliðadóttir, 11.9.2008 kl. 21:32

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Veistu ég hlakka bara til, maður getur leift sér til dæmis að daðra svolítið og engin tekur því illa upp því við erum næstum elstar.
Dætur mínar segja ætíð að ég geti snúið ungu mönnunum í kringum mig er ég fer að versla, þeir gangist upp í smá daðri þessar elskur.
Kveðja í daginn þinn
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.9.2008 kl. 08:29

14 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Er bara ekki um að ræða elliglöp?

Mér finnst æðislegt að vera ellismellur og fá að horfa á STÖÐ2, Sportrásina og Dr. Phil á Skjá EINUM.

Svo á ég því láni að fagna að fá að mæta til vinnu alla virka daga kl. 06:00

Já, íbúarnir í Háagerði fá alltaf blöðin sín fyrir klukkan sjö á morgnanna.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 12.9.2008 kl. 08:56

15 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Stelpur, við erum alltaf á besta aldri

Rut Sumarliðadóttir, 12.9.2008 kl. 11:00

16 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ég fylgist með (þegar það er á dagskrá)  á "America´s top Model" .. og Dr. Phil, Opruh, ...svona þegar ég kemst í því, hlýt að vera Plebbi líka!  

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 12.9.2008 kl. 13:33

17 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

 Maður er plebbi inn við beinið.

Rut Sumarliðadóttir, 12.9.2008 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband