að trúa eða trúa ekki

Hef undanfarið verið að blanda mér í umræðu um trúarbrögð. Það er sko eldfimt efni. Enda enn þann dag í dag verið að drepa og nauðga í nafni trúar. Aðrir eru svo fastir í bókstafnum að þeir sjá ekki út úr afturendanum á sjálfum sér. Staðreyndin að kristur kom sjálfur ekki nálægt umræddum skrifum virðist ekki skipta máli. Það að bókin er skrifuð löngu eftir dauða hans er einhvern veginn ekki inn í myndinni. Það að kirkjan valdi úr þá kafla sem hentuð og hélt eftir öðrum sem hentuði ekki er ekki með heldur. Kirkjan er heldur ekki uppfinning krists. Hún hefur hins vegar verið notuð til kúgunar og arðráns þegna sinna. Enn þann dag í dag er ekki aðskilnaður kirkju og ríkis á Ísalandinu góða.

Ætla mér ekki að vísa í eitt eða neitt máli mínu til stuðnings. Þetta eru mínar hugsanir og  pælingar um þessi mál. Prívat og persónulega eins og sjá má af því að ég birti þetta hér.

Ég verð að segja það að bókstafstrúarfólk í BNA skelfir mig. Ekki síður en öfgafullir múslimar. En við þurfum ekki að fara út fyrir landsteinana til að nálgast svona ofsatrú. Það sést best á skrifunum sem ég hef verið að lesa og athugasemdum frá fólki hér á blogginu.

Mér finnst allt gott um það að segja að fólk trúi og rækti sína trú. Það bara hreinlega kemur mér ekki við svo lengi sem það sama fólk er ekki að abbast upp á mig og reyna að berja mig í hausinn með biblíunni. Eitt af umræðuefnunum er t.d. hvort kenna eigi sköpunarsöguna sem vísindi?? (BNA)Vísindi? Já, einmitt. Ok, er að reyna að vera líbó, ef það verður gert þarna, kenna þeir þá ekki á sama tíma tilurð heimsins séð með augum hindúa, búddista, indíána.....

Þetta fólk sem skýlir sér bak við trú og bunar út úr sér "fire and brimstone" hugmyndafræði skelfir mig. Ég verða að segja það. Þeirra trú og sýn er sú eina rétta annað kemur ekki til greina. Þeir hinir sömu eiga einkarétt á himnaríki og það er öllum þessum trúfélögum sammerkt.

Mín fyrirmynd af kristnum manni er hann afi minn. Hann var lítillátur og ræktaði sína trú með sjálfum sér og hélt henni fyrir sig að mestu. En hélt henni þrátt fyrir langvarandi veikindi og allt fram til dauðadags. En hann var líka húmoristi og það er ekki hægt að segja það um þá sem sem ég hef verið að lesa undanfarið. Segi nú ekki meira.

Ætla að láta þetta korn fylgja sem hann afi gamli skrifaði og segir meira en mörg orð um hans trú:

"Komdu kæri Jesú

komdu inn til mín

krýp og höfuð hneigi

í hljóðri bæn til þín.

Gerðu það góði Jesú

græddu auman mig

vil um alla eilífð

elska og lofa þig.

Svo þegar kallið kemur

og kveldar hinsta sinn.

Gerðu það góði Jesú

geymdu anda minn.

 

Amen og kúmen eftir efninu.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Rut.

Kristnir eru verstu óvinir eigin trúar, þeir draga guð sinn niður á level einræðisþrælahaldara, þeir kasta stolti sínu sem mannverur á sorphaugana.
HVaða guð sem er myndi senda þá beint til helvítis :)

DoctorE (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 12:20

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Sæll doctor,

verð að segja að það sem ég hef lesið er ekki til að gera kirkjuna  aðlaðandi fyrir mig. Held að kristi yrði bumbult af mörgu sem sagt er í hans nafni.

Rut Sumarliðadóttir, 10.9.2008 kl. 12:35

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Athyglisverð hugleiðing, Rut. Fallegar vísurnar hans afa þíns. Gætum að því, hvað þær segja (fyrir utan lýríska listina):

  • Jesús er honum kær, og hann lýtur honum í virðingu.
  • Jesús lifir – og það er hægt að biðja til hans.
  • Jesús getur grætt mein hinna aumu – læknað menn og huggað.
  • Afi þinn vill elska hann og lofa hann um eilífð.
  • Hann trúir því á eilíft líf – og að Jesús verði þar.
  • Hann ætlar að fela Jesú anda sinn til varðveizlu við andlát sitt.

Þetta eru ekki orðin tóm, heldur trú. Og hún er ekki komin til af engu. Hún nærist á trú annarra, sem hafa treyst Jesú og lifað með honum. Trú allra á Jesúm hvílir á trú lærisveina Jesú og vitnisburði þeirra.

En nú talar þú sjálf ekki aðeins með efa og gagnrýnishug, heldur í meintri fullvissu um, að ekkert sé að marka skrif Nýja testamentisins, þau séu frá því "löngu eftir dauða hans" (Jesú) og í þau valið eftir hentugleikum kirkjunnar:

  • "Staðreyndin að Kristur kom sjálfur ekki nálægt umræddum skrifum virðist ekki skipta máli. Það að bókin er skrifuð löngu eftir dauða hans er einhvern veginn ekki inn í myndinni. Það að kirkjan valdi úr þá kafla sem hentuð og hélt eftir öðrum sem hentuði ekki er ekki með heldur. Kirkjan er heldur ekki uppfinning Krists" o.s.frv.

Og þá er spurningin: Hvernig geturðu þá talið þig vita eitt eða neitt um Jesúm Krist? Hvernig geturðu endurtekið lof og vitnisburð afa þíns um tilvist, mátt og græðandi miskunn Jesú og að hann treysti helzt á það við sín ævilok, að hann fái að hvíla í gæzlu hans til að elska hann og lofa um eilífð? Hvaðan kom sá vitnisburður, sú þekking?

Hver taldi þér trú um, að skrif Nýja testamentisins séu frá því "löngu eftir dauða hans"? Og hvað kallarðu "löngu eftir"? Ef strax var byrjuð söfnun ummæla Jesú og frásagna af kraftaverkum hans á næstu 5–10 árum eftir krossfestinguna, kallarðu það þá löngu seinna? Ef 1–3 guðspjöll eru orðin til innan u.þ.b. 35 ára frá upprisunni, er það þá löngu seinna? Ef jafnvel yngsta guðspjallið, Jóhannesarguðspjall, er það, sem elzta handritsbrot guðspjalla er varðveitt af, frá því um 110–115 e.Kr., og ef það er skrifað af sjónarvotti, sem lýkur við það ekki seinna en um 90–100 e.Kr., viltu þá enn halda því fram, að þessar heimildir séu allar of seint skrifaðar til að vera marktækar? Tekurðu meira mark á gnostískum ritum frá 2. og 3. öld, jafnvell þótt þau séu gjarnan með miklu meiri furðulegheitablæ? Og hefurðu eitthvað fyrir þér í því, að "kirkjan" hafi leyft sér að breyta einhverju í guðspjöllunum eða Pálsbréfunum (sem eru ekki síður gömul en hin ritin), jafnvel að hún hafi rutt þar einhverju út? Gafstu þér kannski lengri tíma til að lesa skáldsöguna túlkunar- og blekkingardjörfu, Da Vinci-lykilinn, heldur en Nýja testamentið á síðustu árum? Og hefði afi þinn gert það sama ... og ályktað eins og þú?

"Staðreyndin að Kristur kom sjálfur ekki nálægt umræddum skrifum," segir þú, en sést þér ekki yfir, að hann fól lærisveinum sínum (beinum áheyrendum og vitnum) að boða öðrum allt það, sem hann hafði kennt þeim, og að hann hét þeim liðsinni Heilags Anda, anda sannleikans, til að minna þá á það allt ... og að hann muni leiða þá í allan sannleika í trúarefnum?

Þetta skrifa ég ekki í dæmandi hug, heldur til þess eins að ýta við þér og hvetja þig til að hugleiða þetta af alvöru, bæði þinn góða uppeldisarf og inntak lífstrúar afa þíns og upphaf og rök trúarinnar.

Jón Valur Jensson, 10.9.2008 kl. 12:59

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Af því að ágrip mitt af efnisinntaki kvæðis afa þíns er svo illæsilegt, blátt á dumbrauðum grunni, bið ég um leyfi til að fá að endurtaka það hér:


Jesús er honum kær, og hann lýtur honum í virðingu.
Jesús lifir – og það er hægt að biðja til hans.
Jesús getur grætt mein hinna aumu – læknað menn og huggað.
Afi þinn vill elska hann og lofa hann um eilífð.
Hann trúir því á eilíft líf – og að Jesús verði þar.
Hann ætlar að fela Jesú anda sinn til varðveizlu við andlát sitt.


Jón Valur Jensson, 10.9.2008 kl. 13:09

5 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

"Ætla mér ekki að vísa í eitt eða neitt máli mínu til stuðnings. Þetta eru mínar hugsanir og  pælingar um þessi mál. Prívat og persónulega eins og sjá má af því að ég birti þetta hér." Þessi klausa var sett inn með það í huga að ég ætla ekki að vitna í nein fræði um efnið er einungis að tala út frá mínu eigin brjósti.

Trú og trúarbrögð eru ekki sami hluturinn. Eins og mig grunar að þú vitir fullvel. Ég hef líka ígrundað ýmis trúmál í gegnum tíðina. Ég trúi því að kristur hafi verið uppi og að hann hafi verið byltingarsinni. Hann barðist gegn hroka og yfirgangi og vildi  að menn sýndu hvorum öðrum meiri kærleika. Soldið eins og hipparnir. Jafnframt trúi ég því að sögurnar séu nokkuð ýktar eins og liggur í mannlegu eðli og dæmisagan um fjöðrina og hænuna sanna.

Held líka að við getum ekki tekið allt svona bókstaflega. Ég er viss um að ef kristur hefði getað séð til framtíðar eða væri uppi á okkar dögum þá hefði hann sniðið kenningar sínar meira að nútímanum.

Ég held líka að allt það ljóta sem er gert í nafni krists og múhammeds og guð má vita hvers, hvort sem það er kúgun, stríð eða skattar til þjóðkirkju sem trjóna tómar í hverju bæjarfélagi landsins einmitt vera það sem kristur barðist gegn.

Eðlilega er minn trúararfur litaður af því að ég ólst upp í kristnu landi. Fékk 10 í kristnum fræðum mestalla mína skólagöngu í barnskóla. Mér voru kenndar bænir og ég fermdist eins og flestir. Það hefði gjarnan mátt vera meira um að kenna önnur trúarbrögð samfara boðskap kristinnar trúar. Það hefði verið raunverulegt val.

Biblían er barn síns tíma eins sem og "gnostískum rit frá 2. og 3. öld". Þar held ég að hundurinn liggi grafinn.

Rut Sumarliðadóttir, 10.9.2008 kl. 13:36

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Rut - falleg og einlæg greinin þín, og segir mikið um þitt hjartalag.   

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 10.9.2008 kl. 14:07

7 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Rut Sumarliðadóttir, 10.9.2008 kl. 14:18

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ekki sleppurðu svona vel, Rut!

Sannarlega hefurðu notið þíns trúaruppeldis, hugsar hlýlega til afa þíns, sem treysti Jesú og átti sér hann sem sína hinztu og beztu von, afans sem veitti þér af sínum trúararfi, og svo fékkstu 10 í kristnum fræðum, þér voru kenndar bænir og þú fermdist eins og flestir aðrir – en hvar ertu nú? Hefurðu látið tízkubullarana villa þig og leiða þig afvega? Kenndi afi þinn þér, að Kristur hafi verið byltingarmaður sem hafi ekki séð fram í tímann? Kenndi hann þér, að Jesús væri ekki lengur til? Og ímyndarðu þér, að hann teldi þig í raun kristna og eftir vonum hans, ef þú segðist jú játa, að Kristur hafi verið til, en bara verið kennari og byltingarmaður og hefði ekkert með Guðdóminn að gera né eilífðina?

"Biblían er barn síns tíma eins sem og "gnostískum rit frá 2. og 3. öld". Þar held ég að hundurinn liggi grafinn." – Þetta eru alveg makalausar setningar og veita, vægast sagt, ekki mjög ýtarlega sýn um ígrundanir þínar um þau mál – né viðhlítandi svar við því, sem ég sagði þar um. Ég er viss um, að þú getir betur.

Jón Valur Jensson, 10.9.2008 kl. 14:24

9 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Ég tók þetta dæmi um hann afa vegna þess að mér finnst að margir gætu tekið hann sér til eftribreytni í trúmálum. Það besta við hann var að hann var vænn maður og mér afskaplega kær. Eins og ég sagði áður var hann ekki að troða sínum trúarskoðunum upp á aðra og var umburðarlyndur. Honum þætti jafn vænt um mig í dag með mitt "tískubull" því hann sá manngildi ofar því að allir væru eins og hann og með sömu skoðanir. 

Ég trúi því ekki heldur að kristur hafi verið getinn af heilögum anda og óspjallaðri mey. Hef þó þokkalega gott ímyndunarafl. Hann var af holdi og blóði eins og ég og þú. Trúi hins vegar hvorki á himnaríki né hélvíti. Trúi því líka að það sé gott að blanda trú við heillbrigða skynsemi. Því guð eða náttúran eða bara mamma og pabbi gáfu okkur  hausinn til að hugsa með. Er það nógu ígrundað?

Rut Sumarliðadóttir, 10.9.2008 kl. 14:46

10 Smámynd: Mofi

Rut, það sem er í þínu brjósti er auðvitað það sem þú hefur sett í það. Þú talar út frá því sem þú telur þig vita, eins og við öll. Svo auðvitað vill maður heimildir og þess háttar þegar kemur að atriðum sem stangast á við það sem er í manns eigin brjósti.  Tökum t.d. að þú segir að Kristur hafi barist gegn hroka og yfirgangi, eru ekki gögnin sem styðja það guðspjöllin?

Þú hefur kannski áhuga á nýjstu færslu minni sem vísar á mynd sem fjallar um guðspjöllin, sjá: The Case for Christ

Mofi, 10.9.2008 kl. 14:52

11 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Ekki sammála um að það sem býr í mínu brjósti sé það sem bara ég setji þar inn. En það er efni í annan pistil. Jú, úr guðspjöllunum sem er söguleg heimild.

Það sem ég er að segja er það að mestu voðaverk sögunnar hafa verið framin í nafni krists og allah. Morð og nauðganir og skelfileg innræting sbr. himnavist og 20 (?) hreinar meyjar og annað álíka bull. Ég er ekki að sigta út kristna menn svo lengi sem þeir fara ekki sömu leið og ég er að vitna í með innrætingu ofsatrúar múslima. Það er það sem mér sýnist vera að gerast. Og þá helst í BNA. Og það skelfir mig.

Heilbrigð skynsemi og smá krítík er góð fyrir sálina.

Rut Sumarliðadóttir, 10.9.2008 kl. 15:22

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hafa nauðganir verið framdar í nafni Krists – hvar og hvenær?

Þú segir, Rut, um afa þinn: "Honum þætti jafn vænt um mig í dag með mitt "tískubull" því hann sá manngildi ofar því að allir væru eins og hann og með sömu skoðanir." –– Ég efast ekki um, að honum þætti enn jafn-vænt um þig, sína afastelppu, væri hann enn á lífi, en í 1. lagi þætti honum með sína heitu Jesútrú varla vænt um að sjá þetta "tízkubull" (danbrownsvillur o.fl. af því tagi) vera búið að ryðja úr brjósti þínu eða höfði þinni kristnu barnatrú, og í 2. lagi var hann sér örugglega meðvitaður um gildi og notagildi trúarinnar, hvernig hún leiðir menn um rétta vegu, hvetur þá til að leita hjápar Guðs fyrir sjálfa sig og aðra, já og lækningar meina, og að hún gefur þeim efni til þeirrar björtu vonar, sem gerir dauðann ekki að kvíða-efni, heldur friðar í hjarta. Honum þætti líklega erfitt að sjá, að þú hafir varpað frá þér þeirri traustu von og að geta átt Jesúm sem þinn árnaðarmann og leitað náðarhjálpar Guðs til að gera verk þín í enn meiri kærleika en unnt er af mannlegum mætti einum saman. Einnig þetta er íhugunarvert.

Jón Valur Jensson, 10.9.2008 kl. 15:53

13 Smámynd: Mofi

Rut
Það sem ég er að segja er það að mestu voðaverk sögunnar hafa verið framin í nafni krists og allah

Ef einhver fremur morð í þínu nafni, er það þá þér að kenna?  Er eitthvað í boðskapi Krists, í því sem Hann sagði sem orsakaði morð og nauðganir?

Stóra spurningin er, orsakaði trúin að Jesú og það sem Hann þá kenndi morð og nauðganir?  Hvað hefði afi þinn sagt um svona mál?

Rut
Morð og nauðganir og skelfileg innræting sbr. himnavist og 20 (?) hreinar meyjar og annað álíka bull.

Vonandi sammála um að við verðum að aðgreina mismunandi trúarbrögð. Að dæma ekki kristna út frá múslimum eða hindúa út frá búddistum.  

Rut
Og þá helst í BNA. Og það skelfir mig.

Heilbrigð skynsemi og smá krítík er góð fyrir sálina.

Sammála því, það er margt ógnvænlegt við margt sem er í gangi í Bandaríkjunum.  Það er svo sem útidúr en minn skilningur á spádómum Biblíunnar er einmitt að Bandaríkin fari að hegða sér sem ofsóknunarvald og það er byrjað að sýna einkenni þess.

Mofi, 10.9.2008 kl. 15:57

14 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

JVJ þú virðist vita meira um mitt trúarlíf en ég hef gefið upp. Eða hvert ég leita á ögurstundum. Þú veist ekki nema ég tuldri bænir í tíma og ótíma. Trú og trúarbrögð eru ekki sami hluturinn.

Nauðganir og morð eru daglegt brauð í stríðum. Hvort sem þau eru af trúarlegum toga eður ei. Krossfararnir eru kannski frægasta dæmið úr sögunni. Siðaskiptin í okkar sögu. 9/11. Þetta hlýtur þú að vita Jón. Held þú ættir ekki að segja mér meira um það hvernig hann afi var innréttaður. Ég sýni þér fyllstu kurteisi, vænti þess sama af þér.

Rut Sumarliðadóttir, 10.9.2008 kl. 16:13

15 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Mofi,

held að við séum meira sammála en ósammála. Nákvæmlega það sem ég var að segja með BNA.

Rut Sumarliðadóttir, 10.9.2008 kl. 16:15

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég reyni ekki að fræða Rut um afa hennar, en spyr hana: sýndist henni ekki sundurgreining mín á trúarversum hans (sjá kl. 13:09) fara þar rétt með? WEf ekki, hvað var þar rangt? – En afi hennar var örugglega mjög góður og gefandi maður – sýnist einhverjum ég gefa annað í skyn?

Ég fagna því, Rut, ef þú leitar til Guðs í bæn, og ég skipti mér ekki vitund af því. Mér hafði bara sýnzt þú tala í pistlinum öðruvísi um Krist en svo, að hann gæti orðið þér bænarefni og bænarviðfang.

  • "Nauðganir og morð eru daglegt brauð í stríðum. Hvort sem þau eru af trúarlegum toga eður ei. Krossfararnir eru kannski frægasta dæmið úr sögunni. Siðaskiptin í okkar sögu. 9/11. Þetta hlýtur þú að vita Jón"

Nefndu þá dæmi, Rut, um nauðganir við þessi tækifæri:

  1. í krossferðunum,
  2. við siðaskiptin,
  3. við söguatburðinn mikla 9. sept. 2001. 

Sjálfur get ég nefnt dæmi við eitt af þessum þremur 'atvikum'! 

Jón Valur Jensson, 10.9.2008 kl. 16:33

17 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Ég sagði ekki að ég leitaði guðs í bæn. Ég sagði að þú vissir ekki hvort ég geri það. En þú ert að ætla gamla manninum að hann hefði orðið áhyggjufullur ef hann vissi að ég vaði í villu og svíma á lífsins refilstigum. Þar ferð þú með rangt mál.

"Ég efast ekki um, að honum þætti enn jafn-vænt um þig, sína afastelppu, væri hann enn á lífi, en í 1. lagi þætti honum með sína heitu Jesútrú varla vænt um að sjá þetta "tízkubull" (danbrownsvillur o.fl. af því tagi) vera búið að ryðja úr brjósti þínu eða höfði þinni kristnu barnatrú, og í 2. lagi var hann sér örugglega meðvitaður um gildi og notagildi trúarinnar, hvernig hún leiðir menn um rétta vegu, hvetur þá til að leita hjápar Guðs fyrir sjálfa sig og aðra, já og lækningar meina, og að hún gefur þeim efni til þeirrar björtu vonar, sem gerir dauðann ekki að kvíða-efni, heldur friðar í hjarta. Honum þætti líklega erfitt að sjá, að þú hafir varpað frá þér þeirri traustu von og að geta átt Jesúm sem þinn árnaðarmann og leitað náðarhjálpar Guðs til að gera verk þín í enn meiri kærleika en unnt er af mannlegum mætti einum saman"

"Eins og ég sagði áður var hann ekki að troða sínum trúarskoðunum upp á aðra og var umburðarlyndur. Honum þætti jafn vænt um mig í dag með mitt "tískubull" því hann sá manngildi ofar því að allir væru eins og hann og með sömu skoðanir".  Get bara endurtekið þetta.

Nauðganir eru fylgifiskur stríða. Mér bara dettur ekki í hug að mannfólkið hafi verið öðruvísi á tímum krossferða en í stríðum dagsins í dag. Á tímum siðaskipta og krossferða voru konur meira og minna eins og hver önnur húsdýr og eflaust ekki þótt tiltökumál þau þeim væri nauðgað. Enda áttu þær enga rödd á þessum tíma. Og þurfum ekki að fara svo langt aftur til þess. En n.b. ég sagði morð og nauðganir. Tiltók ekki sérstaklega eitt umfram öðru. En þetta tvennt fer saman.

En endilega komdu með dæmi.

Rut Sumarliðadóttir, 10.9.2008 kl. 16:54

18 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

JVJ hér má líka bæta við barnaníðingum kaþólsku kirkjunnar sem hafa fengið að nauðga börnum í skjóli kirkjunnar. Og mál fyrrverandi biskups. Og núverandi prests á Selfossi. Þó hvorugur hafi verið dæmdur að ég best veit.

Rut Sumarliðadóttir, 10.9.2008 kl. 17:14

19 Smámynd: Halla Rut

Ég er sammála þínum skrifum hér, mjög góð skrif.

Sjáum t.d. Rósu og Guðstein Hauk (og fl.) hér á blogginu. Þetta er fólk sem setur umburðarlyndi og kærleika til náungans framar öllu. Þetta fólk er það sem er sannkristið í mínum huga, þ.e.a.s. ef ég skil boðskapinn rétt.

Margir eru hinsvegar þeir, sem notfæra sér, þessi manngæði sem þessi tvö fyrrnefndu hafa, og nýta sér slíkt sem vopn til að stjórna þeim er trúa blint. Slíkt fólk ber að varast og gæta að engin völd falli í þeirra skaut.

Halla Rut , 10.9.2008 kl. 17:58

20 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Einmitt minn punktur með þennan margnefnda afa minn. Hann var svoleiðis maður.

Rut Sumarliðadóttir, 10.9.2008 kl. 18:22

21 identicon

Ef ég myndi trúa á guð... þá myndi ég einmitt telja að skipulögð trúarbrögð  séu það sem Sússi varaði við.
Trú hlýtur að vera persónulegt dæmi á milli þess sem trúir og guðs hans... svona eins og ást á milli 2 einstaklinga.

Úlfarnir hljóta að tákna skipulagið, valdapotið, peningaplokkið, menn eins og JVJ, páfinn og kuflar, Omega og allt stöffið... ofl

Þú + guð = trú
Þú + skipulögð trúarbrögð = bullshit

DoctorE (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 20:20

22 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Doctor, þú ert bara skemmtilegur

Rut Sumarliðadóttir, 10.9.2008 kl. 22:08

23 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Rut ég tek ofan hattinn fyrir pistli þínum, og vil taka undir þetta með að trú og trúarbrögð eru ekki sami hluturinn.

JVJ heldur uppteknum hætti og rís yfir allt og alla, látna sem lifendur, í óbifanlegum narcissisma og dæmalausum hroka....

Haraldur Davíðsson, 10.9.2008 kl. 22:16

24 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Ég var nú búin að lesa smá áður en ég skellti mér í djúpu laugina. Takk fyrir kommentið.

Rut Sumarliðadóttir, 10.9.2008 kl. 22:19

25 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Mér þykir þú hugrökk, Rut! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 10.9.2008 kl. 22:43

26 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Þetta er fín grein hjá þér Rut og ég er þér hjartanlega sammála, Trú og trúarbrögð eru ekki það sama. ;; Ég verð að segja það að bókstafstrúarfólk í BNA skelfir mig. Ekki síður en öfgafullir múslimar."

;;Biblían er barn síns tíma eins sem og "gnostískum rit frá 2. og 3. öld". Þar held ég að hundurinn liggi grafinn." 

Eins og þú sérð tók ég þessar tvær setningar út úr þínum texta vegna þess að þær segja allt sem segja þarf.

Sóldís 

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 10.9.2008 kl. 22:43

27 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Takk fyrir þetta Sóldís, ég verð að segja að þú berð nafn með rentu.

Rut Sumarliðadóttir, 10.9.2008 kl. 22:57

28 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Takk Lára Hanna,

mér finnst þú hugrökk.

Rut Sumarliðadóttir, 10.9.2008 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband