9.9.2008 | 11:21
Ekki öll von úti...
OMG maður getur enn dritað niður börnum samkvæmt þessari frétt. Á meira að segja enn nokkur ár eftir samkvæmt þessu. Þetta er einmitt það sem mig langar svo í eftir að hafa alið upp börn í rúm 30 ár. Byrja hringinn aftur. Eða þannig.
Segjum svo að ég fari á elliheimili 76 ára þá gæti barnið sem ég fæddi 59 ára, ekið mér þangað, þeas. ef barnið væri búið að fá bílpróf.
Ég átti yngri dóttur mína 35 ára og var oftar en ekki miklu eldri en mömmur vinkvennana. Og ótrúlega gamaldags að hennar mati á stundum. Ég gæfi ekki í mig í vökunætur og bleyjuskipti og eyrnaverki og magaverki og tanntökur og ælupestar....
Má ég biðja um mín yndilegu barnabörn sem stoppa hjá mér um tíma og fara svo til foreldra sinna aftur. Náttúran ætlar okkur ekki að eiga börn eftir ákveðinn tíma. Ef við getum fengið ljósmóður til að taka á móti......
Eignaðist þríbura 59 ára gömul | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Átti einmitt einn 33 ára og svo annan 35 ...maður á að vera löngu búin að þessu....
Halla Rut , 9.9.2008 kl. 14:59
Segðu kona, það eru 12 ár á milli hjá mér svo ég er að þessu langt fram á efri ár:D
Rut Sumarliðadóttir, 9.9.2008 kl. 16:05
OMG hvað ég er sammála þér. Ekki nema ár síðan ég var að velta þessu fyrir mér.. hvort ég ætti að koma með eitt í lokin en það var tilhugsunin um vökunætur, bleyjur og ekki moments pís sem fékk mig til að segja: NEI TAKK
Ég verð fertug eftir nokkra daga og það er fullt af konum á mínum aldri að unga út ennþá. Ég dáist að þeim í sannleika sagt.
Jóna Á. Gísladóttir, 9.9.2008 kl. 16:22
Takk Jóna, til hamingju með afmælið, það er líka hægt að gera svo margt annað sem maður hefur ekki haft tækifæri né tíma til að gera. Núna sauma ég eins og brjálæðingur á hvað tíma sólahrings sem er. Er að hugsa um að fara á myndlistarnámskeið og taka upp teikningu sem ég dúllaði mér við á yngri árum, byrja að blogga....
Minn tími er kominn:D
Rut Sumarliðadóttir, 9.9.2008 kl. 16:30
Þinn tími er kominn
Jóna Á. Gísladóttir, 9.9.2008 kl. 19:53
Rut Sumarliðadóttir, 9.9.2008 kl. 22:15
Ég er svo innlega sammála þessu engin börn eftir ákveðinn aldur nema þá barnabörnin.
Ég átti nefnilega eina komin yfir þessi aldurtakmörk er því ótrúlega gamaldags að hennar mati á stundum.....
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 10.9.2008 kl. 09:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.