7.9.2008 | 11:30
Ljósanótt, taka tvö
Jæja, þá er ljósanóttin liðin. Henni lauk með trukki verð ég að segja. Bubbi gamli og Ego og svo í lokin þessi líka flotta flugeldasýning. Það er áætlað að á fimmta tug þúsunda hafi verið í bænum í gærkveldi og miðað við mannhafið er það ekki ólíklegt.
Þrátt fyrir yfirlýsingar um að ætla nú að vera úti eftir miðnætti fór það nú ekki svo. Ég er hætt að reyna að vera hipp og kúl, amk. þegar það kemur að svona djammi. Er einhvern veginn bara orðin södd eftir Sandgerðisdaga um síðustu helgi og svo Ljósanóttina núna.
Var hins vegar í árlegri veislu hjá vinafólki sem hófst kl. 5, þegar litli vísirinn fór að færast yfir 10 var bara komið nóg. Lét mér því nægja að horfa á flugelasýninguna úr fjarlægt. Ég lýsi því hér með yfir að ég er orðin kerling.
Annars bara hipp og kúl.
Mikill mannfjöldi á Ljósanótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svo sannarlega verður maður slappari í djamminu með aldrinum.
Halla Rut , 7.9.2008 kl. 14:13
takk nafna,
mér sýnist ég vera nokkrum árum eldri en þú hemmhemm, svo nefndu það ekki ógrátandi. En eins og Súkkat sögðu; það er vont en það venst.
Rut Sumarliðadóttir, 7.9.2008 kl. 14:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.