Annríki hjá lögreglunni á Suðurnesjum

Alltaf missi ég að mesta fjörinu. Um síðustu helgi var ég farin áður en herlegheitin hófust í Sandgerði og núna í Keflavík.

Ég get hins vegar upplýst ykkur um að fram að þeim tíma sem ég fór heim, fóru hátíðarhöldin afskaplega vel fram. Fórum á sýningar af ýmsum toga og svo á ballið. Raggi Bjaddna og Rúnni Júll tóku lagið sem og Maggi og Jói. Veðrið lék við okkur og bærinn var fullur af fólki. Flestir búnir að skreyta hús sín með ljósum.

En hvað er þetta með að loka ekki Hafnargötunni? Það verður gert í dag en það er greinilegt að það þarf að gera það líka á föstudeginum. Bílar eiga ekkert erindi í mannþvöguna sem var þarna í gærkveldi. Og börnin hlaupandi til og frá. Legg til að það verði gert að ári.

Ég er búin að sjá það að ég er slappur djammari. Þarf að vera úti eftir miðnætti til að missa ekki af meira fjöri en komið er. Það stendur til bóta í kvöld. Ætla að hjálpa vinafólki að gera klárt fyrir kvöldið og er á bæn til veðurguðanna að við fáum sama veður í kvöld. Góða skemmtun suðurnesjamenn.


mbl.is Annríki hjá lögreglunni á Suðurnesjum í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.