heyja Norge

Norðmenn vilja að fyrrum forsetisráðherra endurgreiði ofgreiðslu úr lífeyrissjóði. Ráðherran hefur þegar greitt til baka hluta af greiðslunum en þarf að gera betur. Er nú svona að reyna að heimfæra þetta uppá ísland en mér er lífsins ógömulegt að sjá fyrir mér að slíkt gerðist hér á skerinu.

Hér eru menn á launum í námi erlendis, þyggja biðlaun og fá launagreiðslur á sama tíma og guð má vita hvað. Eignir þingmanna eru leyndarmál þó svo að þær gætu hugsanlega haft áhrif á ákvarðanatöku þeirra þegar hagsmundir heillar þjóðar eru í húfi. Bendi ykkur á að lesa skrif donsins í þessu sambandi.

Mikið vildi ég að við gætum hisjað upp um okkur buxurnar og reynt að taka t.d. norðmenn okkur til fyrirmyndar og gert skurk í því að leiðrétta lífeyrismál þingmanna þannig að þau séu í takti við annað fólk í landinu. Við erum jú ein þjóð. Eignir og greiðslur til þingmanna eiga að vera gagnsæjar. Þegar menn fara undan í flæmingi er einmitt ástæða til að skoða málið betur. Lýsi eftir því að blaðamenn fari ofan í saumana á slíkum málum.

Annars bara góð á því á þessum yndislega mánudegi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, það er því miður margt að hjá okkur Íslendingunum, "ríkustu þjóð í heimi". Ég held við höfum aldrei búið í jafn flottri íbúð og þegar við bjuggum í Oslo, og þá varstu samt  einstæð móðir, og Osló á ný að vera tiltölulega dýr borg. Kamínur, tvær stofur og svo framvegis. Ahh, það var ljúft.

 Annars er ég ánægð með færsluna hjá þér hér fyrir neðan, þeir fullorðnu mega líta í eiginn barm af og til þegar verið að ræða um unglingadrykkju. Eftir að hafa unnið á bar get ég alveg fullyrt að þeir eldri eru oft litlu skárri en við unglingarnir. Mamma, sem studdi mig alltaf þegar ég var að fara í Sjallann , haha;)

Védís (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 18:07

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Takk elskan. Íbúðin var bara draumur í dós. Mér finnst unglingadrykkja oft verið tekin úr samhengi. Þykir meiri fréttir þegar þeir eiga í hlut. Þau hafa það sér til afsökunar að vera ung og vita ekki betur. Það er ekki hægt að segja það um okkur fullorna fólkið.

Rut Sumarliðadóttir, 1.9.2008 kl. 23:55

3 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Takk Silla mín, já segðu kona. Eins og ég sagði áður þá hafa þau það sér til afsökunar að vera krakkar og vita ekki betur.

Rut Sumarliðadóttir, 2.9.2008 kl. 12:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband