allt brjálað í Keflavík?

Það virðist hafa verið líf í tuskunum í Keflavík í nótt. Menn að plamma mann og annan. Samt var ég heima alsaklaus. Nei, bara smá djók. Sandgerðisdagar í algleymingi en ekki hafa veðurguðirnir verið þeim hliðhollir. Vona að það standi til bóta. Til hamingju sandgerðingar.

Lánadrottnar dunda sér við að rífa sérútbúin atvinnutæki af Ástþóri bónda á Rauðasandi. Ætli þeir geti selt þau til annarra fatlaðra bænda sem af elju og dugnaði og þrátt fyrir mikið mótlæti stunda búskap? Nei, er bara svona að velta þessu fyrir mér. Það mætti kannski gera skúlptúr úr þeim sem gæti staðið í fordyri stofnunarinnar. Bara full af góðum hugmyndum í dag.

Frú Þorgerður hefði þurft að víkja þegar hún hyglaði HSÍ. Duh. Lát manna stórlega ýkt. Geir segir að við þurfum  að herða sultarólina.  Semsagt ekkert nýtt.

Auður Haralds ætlar að prjóna g-streng á Jakob Frímann, pant ekki sjá myndina. Jóhanna Kristjónsdóttir og Guðrún Ögmundsdóttir ásamt fleiri góðum konum bjóða uppá Fatímukökur á uppboði í  Perlunni í dag. Vona að þeim takist ætlunarverk sitt. Mikið er gott að heyra góðar fréttir í bland við allar hinar. Góða helgi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Góða skemmtun, vonandi helst þurrt á skrúðgönguna.

Rut Sumarliðadóttir, 30.8.2008 kl. 17:32

2 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Veðrið var vont í gær en fínt í dag og mikið að snúast. Fór á glæsisöluna hennar Jóhönnu í Perlunni og á myndlistasýningu í Ráðhúsinu og þar voru nokkrir bloggarar á ferð....meiriháttar sýning.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 30.8.2008 kl. 20:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.