4.929.310 spírur

Fréttablaðið upplýsir okkur pöpulinn um það að ferð menntamálaráðherra til Kína hafi kostað okkur 5 milljónir. Radison SAS takk fyrir, ekkert annað nógu gott. Annars er eðlilegt að ráðherra menntamála mæti á slíkar samkundur. Þarf ekki mín vegna að gista á farfuglaheimili ef slík finnast í Kína. En tvisvar? Hvernig er  það eiginlega með maka ráðherra og annarra opinberra starfsmann,  er það venjan að skattgreiðendur greiði fyrir þeirra ferðir líka? Er ekki nóg að ráðherrann mæti en þarf hann að hafa ráðuneytisstjóra ásamt maka með í ferð? Ef svo er þá verð ég að segja að það er ákaflega smekklaust svo ekki sé meira sagt. Hefur þetta fólk ekki heyrt um kreppuna? Eflaust eru tilfelli sem útheimta það að fólk þurfi að hafa maka sína með, veit nákvæmlega ekkert um það. En ansi þykri mér þetta vera há upphæð.

Dagpeningar ráðuneytissjóra í fyrri ferðinni (10 dagar) eru álíka háir og mánaðargreiðsla til gamalmenna og öryrkja. Á mánuði. Alltaf. 24/7. Finnst einhverjum vera misræmi þarna á milli? Þetta bögglast gríðarlega fyrir brjóstinu á mér. Við eigum ekki fyrir því að að okkar minnstu bræður lifi mannsæmandi lífi en við getum borist á úti í heimi. Og gefið 50 millur auka, nennir eitthver að reikna út hversu lengi verkamaður er að vinna fyrir þessum kostnaði? Kostnaður ferðar forseta og frúar hefur ekki verið gefinn upp mér vitanlega.

Arggggggggggg, sukk og svíkarí.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skarfurinn

Skandall sukk og svínarí segi ég. Svo segja sumir að konur séu sparsamari, þarna er það fokið út í veðrið í eitt skipti fyrir öll. Og að Þorgerður skyldi fara tvær ferðir var mjög siðlaust því við borgum þetta allt.

Skarfurinn, 27.8.2008 kl. 12:43

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Skarfur, held að konur séu það svona almennt. En alltaf til undantekningar. Kannski vegna þess að konur hafa haft lægri tekjur en karlar og því orðið að láta aurinn duga. Því það eru margar konur einu fyrirvinnur heimili sinna. Takk fyrir kommentið.

Rut Sumarliðadóttir, 27.8.2008 kl. 13:11

3 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Við erum hver annarri betri, mæðgur þessarar fjölskyldu. Ekki versnaði það með afkomendunum. Ég er eðlilega ekkert hlutdræg:D

Rut Sumarliðadóttir, 27.8.2008 kl. 15:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband