kominn heim

Paul Ramses er kominn heim. Það lá við að ég gréti líka við að sjá fréttina. Til hamingju fjölskylda að vera sameinuð aftur. Verður maður ekki að segja að Björn Bjarnason hafi staðið sig vel. Held það bara. Hversu óljúft sem það nú er.

Horfði á fréttina í tölvunni þar sem loftnetið er bilað og ekkert sást í því nema iðandi deplar. Doldið vont þegar maður liggur í elli- og saumaverkjum og getur ekkert annað gert en glápt úti loftið. En það stendur til bóta. Bæði ég og móttakan.  Fór í framhaldi af því að hugsa um hvernig lífið var fyrir sjónvarp. Já, man eftir því þegar sjónvarpið kom. Við suðurnesjamenn fengur sjónvarp á undan öðrum landsmönnum þar sem við náðum sendingu kanasjónvarpsins. Það var bókstaflega horft á hvern einasta þátt sem fótaferðatíminn leyfði.  Felix the cat og Herkúles.

 Áður en sjónvarpið kom inn á mitt æskuheimili fundust nokkur sjónvörp í bænum. Þangað söfnuðumst við krakkarnir og fengum að horfa þar. Vinsælustu krakkarnir voru eðlilega þau sem gátu státað af slíkum tækjum á sínu heimili.

En ég man enn lengra, já steingerfingur, ég veit það, en það voru útvarpsleikritin á fimmtudagskvöldum ef ég man rétt. Þá var safnast saman í kring um útvarpið og allir hlustuðu í andakt, börn sem fullornir. Eins og að koma saman í kring um eldinn í fyrndinni.

Núna situr maður og bloggar um hvaðeina sem kemur í hugann. Og sendir út í alheiminn og hver sem er getur lesið það, sjálfum sér til gamans og yndisauka. Hehe. Má ekki bara segja að maður hafi lifað tímana tvenna. Held það bara.


mbl.is Grátið af gleði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Sæl Silla og takk fyrir innlitið, þú veist væntanlega hver ég er, sé yfir til þín bústaðnum hennar Sirrýar. Ég er líka með vsk en kúl fyrir því. Kveðjur á Stafnesið sem er einn af mínum uppáhaldsstöðum.

Rut Sumarliðadóttir, 26.8.2008 kl. 14:46

2 identicon

Stundum hefði verið gaman að hafa upplifað það að vera alast upp á tímum þegar Elvis var vinsæll og stelpur voru með slaufur í hárinu. Eða fara á Woodstock. Ó við óupplýsti lýður unga fólksins á þessari öld. Haha, hljómar þetta ekki þannig?

védís (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 19:14

3 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Elvis, ég verð bara móðguð.

Rut Sumarliðadóttir, 26.8.2008 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.