Færsluflokkur: Bloggar

heyja Norge

Norðmenn vilja að fyrrum forsetisráðherra endurgreiði ofgreiðslu úr lífeyrissjóði. Ráðherran hefur þegar greitt til baka hluta af greiðslunum en þarf að gera betur. Er nú svona að reyna að heimfæra þetta uppá ísland en mér er lífsins ógömulegt að sjá fyrir mér að slíkt gerðist hér á skerinu.

Hér eru menn á launum í námi erlendis, þyggja biðlaun og fá launagreiðslur á sama tíma og guð má vita hvað. Eignir þingmanna eru leyndarmál þó svo að þær gætu hugsanlega haft áhrif á ákvarðanatöku þeirra þegar hagsmundir heillar þjóðar eru í húfi. Bendi ykkur á að lesa skrif donsins í þessu sambandi.

Mikið vildi ég að við gætum hisjað upp um okkur buxurnar og reynt að taka t.d. norðmenn okkur til fyrirmyndar og gert skurk í því að leiðrétta lífeyrismál þingmanna þannig að þau séu í takti við annað fólk í landinu. Við erum jú ein þjóð. Eignir og greiðslur til þingmanna eiga að vera gagnsæjar. Þegar menn fara undan í flæmingi er einmitt ástæða til að skoða málið betur. Lýsi eftir því að blaðamenn fari ofan í saumana á slíkum málum.

Annars bara góð á því á þessum yndislega mánudegi.


Sandgerðisdagar

Fór við annan mann að kíkja á herlegheitin í gærkvöldi. Mikið var gaman að hitta gamla félaga, skólasystkin og ættingja.

Það er að sjálfsögu verið að tala um unglingadrykkju eins og tilheyrir svona skemmtunum.

Látið krakkagreyin í friði, ég segi nú ekki meira. Það voru nokkrir fullornir sem þurftu að útkljá sín mál með hnefum og  öðrum líkamspörtum en heilanum. Held að margir fullorðnir mættu líta sér nær þegar það er verið að argaþrasast í unglingum. Við erum jú fyrirmyndirnar.

Unglingadrykkja er auðvitað ekki af hinu góða en af því sem ég sá þá voru krakkarnir bara að skemmta sér og dansa og góla annað slagið. Ósköp venjulegir unglingar. Það má vel vera að einhverjir einstaklingar hafi látið ófriðlega en það fór framhjá mér. Við vorum nú ekki alltaf til fyrirmyndar þegar ég var unglingur eða var það bara ég?. Er fullorna fólkið svona fljótt að gleyma?Svona umræða um unglinga fer rosalega í taugarnar á mér. Eins og þau séu sér þjóðflokkur.

Mátti annars til að láta þennan fylgja:

Adrunken man staggers in to a Catholic church and sits down in a confession box and says nothing.
      
      The bewildered priest coughs to attract his attention, but still the man says nothing.
      
      The priest then knocks on the wall three times in a final attempt to get the man to speak.
      
      Finally, the drunk replies: "No use knockin' mate, there's no paper in this one either."


allt brjálað í Keflavík?

Það virðist hafa verið líf í tuskunum í Keflavík í nótt. Menn að plamma mann og annan. Samt var ég heima alsaklaus. Nei, bara smá djók. Sandgerðisdagar í algleymingi en ekki hafa veðurguðirnir verið þeim hliðhollir. Vona að það standi til bóta. Til hamingju sandgerðingar.

Lánadrottnar dunda sér við að rífa sérútbúin atvinnutæki af Ástþóri bónda á Rauðasandi. Ætli þeir geti selt þau til annarra fatlaðra bænda sem af elju og dugnaði og þrátt fyrir mikið mótlæti stunda búskap? Nei, er bara svona að velta þessu fyrir mér. Það mætti kannski gera skúlptúr úr þeim sem gæti staðið í fordyri stofnunarinnar. Bara full af góðum hugmyndum í dag.

Frú Þorgerður hefði þurft að víkja þegar hún hyglaði HSÍ. Duh. Lát manna stórlega ýkt. Geir segir að við þurfum  að herða sultarólina.  Semsagt ekkert nýtt.

Auður Haralds ætlar að prjóna g-streng á Jakob Frímann, pant ekki sjá myndina. Jóhanna Kristjónsdóttir og Guðrún Ögmundsdóttir ásamt fleiri góðum konum bjóða uppá Fatímukökur á uppboði í  Perlunni í dag. Vona að þeim takist ætlunarverk sitt. Mikið er gott að heyra góðar fréttir í bland við allar hinar. Góða helgi.


Nógu gott í gamla liðið

Einhvern tíma las ég eða heyrði að samfélagið geti maður dæmt af því hvernig það hugsað um börn og gamalmenni. Ansi held ég að við megum skammast okkar fyrir slík vinnubrögð. Nógu gott á gamla liðið að ófaglært fólk hugsi um það. Þá er ég ekki að segja að ófaglært fólk getir ekki verið frábærir starfsmenn. En maður skyldi ætla að fagmenn kunni sína vinnu betur og hafi fengið þjálfun sem nýtist þeim í starfi. Að ógleymdu því að þetta sama gamla fólk gaf okkur og landinu sínu alla sína vinnu og borgaði sína skatta og skyldur til þessa sama samfélags. Íslandi allt. Og gerir enn af skitnum ellilífeyri sem enginn getur lifað mannsæmandi lífi af. Heiðra skaltu föður þinn (og minn) og móður (þína/mína). Eða þannig hef ég alltaf skilið þetta boðorð. Lítill heiður í þessu dæmi.

Hvað ætli Kínaferð frú Þorgerðar gæti greitt mörg sjúkraliðalaun? eða ferð maka hennar sem er svo illa staddur að hann þarf að seilast í ríkisjóð og skatta gamalmenna til að fylgja með? Eða ráðuneytisstjóra, eða maka hans (hennar)  En forsetans? Sjúkraliðar eru ekki að biðja um bitlinga eða Kínaferðir og dagpeninga sem enginn venjulegur maður skilur útreikninginn á. Bara mannsæmandi laun og varla það. Og að fá að vaxa og dafna í starfi sem er erfitt bæði til hugar og handar.

Og svona í forbifarten, var að lesa að bloggar væru þunglyndir en bloggið væri terapútiskt. Hér geti menn hellt úr skálum reiði sinni og þannig létt á sér. Allt gott um það að segja. En ég er bara ekkert þunglynd. Get bara ekki haldið kjafti.

 


mbl.is Fá ekki að vinna sem sjúkraliðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

4.929.310 spírur

Fréttablaðið upplýsir okkur pöpulinn um það að ferð menntamálaráðherra til Kína hafi kostað okkur 5 milljónir. Radison SAS takk fyrir, ekkert annað nógu gott. Annars er eðlilegt að ráðherra menntamála mæti á slíkar samkundur. Þarf ekki mín vegna að gista á farfuglaheimili ef slík finnast í Kína. En tvisvar? Hvernig er  það eiginlega með maka ráðherra og annarra opinberra starfsmann,  er það venjan að skattgreiðendur greiði fyrir þeirra ferðir líka? Er ekki nóg að ráðherrann mæti en þarf hann að hafa ráðuneytisstjóra ásamt maka með í ferð? Ef svo er þá verð ég að segja að það er ákaflega smekklaust svo ekki sé meira sagt. Hefur þetta fólk ekki heyrt um kreppuna? Eflaust eru tilfelli sem útheimta það að fólk þurfi að hafa maka sína með, veit nákvæmlega ekkert um það. En ansi þykri mér þetta vera há upphæð.

Dagpeningar ráðuneytissjóra í fyrri ferðinni (10 dagar) eru álíka háir og mánaðargreiðsla til gamalmenna og öryrkja. Á mánuði. Alltaf. 24/7. Finnst einhverjum vera misræmi þarna á milli? Þetta bögglast gríðarlega fyrir brjóstinu á mér. Við eigum ekki fyrir því að að okkar minnstu bræður lifi mannsæmandi lífi en við getum borist á úti í heimi. Og gefið 50 millur auka, nennir eitthver að reikna út hversu lengi verkamaður er að vinna fyrir þessum kostnaði? Kostnaður ferðar forseta og frúar hefur ekki verið gefinn upp mér vitanlega.

Arggggggggggg, sukk og svíkarí.


kominn heim

Paul Ramses er kominn heim. Það lá við að ég gréti líka við að sjá fréttina. Til hamingju fjölskylda að vera sameinuð aftur. Verður maður ekki að segja að Björn Bjarnason hafi staðið sig vel. Held það bara. Hversu óljúft sem það nú er.

Horfði á fréttina í tölvunni þar sem loftnetið er bilað og ekkert sást í því nema iðandi deplar. Doldið vont þegar maður liggur í elli- og saumaverkjum og getur ekkert annað gert en glápt úti loftið. En það stendur til bóta. Bæði ég og móttakan.  Fór í framhaldi af því að hugsa um hvernig lífið var fyrir sjónvarp. Já, man eftir því þegar sjónvarpið kom. Við suðurnesjamenn fengur sjónvarp á undan öðrum landsmönnum þar sem við náðum sendingu kanasjónvarpsins. Það var bókstaflega horft á hvern einasta þátt sem fótaferðatíminn leyfði.  Felix the cat og Herkúles.

 Áður en sjónvarpið kom inn á mitt æskuheimili fundust nokkur sjónvörp í bænum. Þangað söfnuðumst við krakkarnir og fengum að horfa þar. Vinsælustu krakkarnir voru eðlilega þau sem gátu státað af slíkum tækjum á sínu heimili.

En ég man enn lengra, já steingerfingur, ég veit það, en það voru útvarpsleikritin á fimmtudagskvöldum ef ég man rétt. Þá var safnast saman í kring um útvarpið og allir hlustuðu í andakt, börn sem fullornir. Eins og að koma saman í kring um eldinn í fyrndinni.

Núna situr maður og bloggar um hvaðeina sem kemur í hugann. Og sendir út í alheiminn og hver sem er getur lesið það, sjálfum sér til gamans og yndisauka. Hehe. Má ekki bara segja að maður hafi lifað tímana tvenna. Held það bara.


mbl.is Grátið af gleði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hannyrðakona var hún mikil...

Hannyrðakona var hún mikil. Aldrei féll henni verk úr hendi. Þetta verður grafskriftin mín þegar þar að kemur. Þetta var ákveðið fyrir löngu síðan. Og þetta var að sjálfsögðu sagt í gríni á sínum tíma þegar ég og vinkona mín vorum að fíflast með hvað yrði sagt um okkur að okkur gengnum. 

Málið er bara það að þetta er allt að gerast í dag. Er gjörsamlega búin að ganga frá mér í bútasaumi þessa helgina. Runnið á mig jólaæði og dúkar og veggmyndir flæða undan fætinum á saumavélinni. Má hvurgi koma í hús og sjá efnistutlu án þess að sníkja hana út úr viðkomandi. Þetta er eins og hver önnur fíkn mér er eiður sær. Vakta efnaútsölur eins og fálki og hanna myndir og mynstur í huganum daginn út og inn.

Það versta er að ég gleymi því reglulega þegar ég er í þessum ham að ég er örlítið eldri en 18 og 10 tíma lotur við saumavélina taka sinn toll. Svo í dag skakklappast þessi stútungskerling á milli rúmsins og tölvunnar og dreymir um fagurlega skreytta jóladúka sem lýsa upp sparistellið og auka á yndislegheit hátíðar ljóssins. Gleðileg jól...

 

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband