Þið eruð ekki mín stjónvöld!

Stal þessari setningu frá Jenný Önnu (vona að þú fyrirgefir mér stuldinn) en hún er svo frábær að það verður að endurtaka hana.

Nú er utanríkisráðherra á leið í geislameðferð og óska ég henni alls hins besta. Það hefði verið lag að slíta stjórnmálasambandi við morðingjana í Ísrael áður en út var haldið, þá meina ég ekki persónulega heldur opinberlega því ég lýsi persónulega yfir andúð minni á framkomu þeirra en það kemur ekki að miklum notum.

Skattstjóri reynir að rekja sundur auðmannaspillinguna og finna út hverjir eiga hvaða aura í spillingarsukkinu sem hér hefur viðgengist. Talandi um það, hvernig er hægt að fólk sem gefur upp lágmarkstekjur getur átt eignir upp á tugi milljóna. Hér í bæ eru verslunareigendur sem eiga hús og bíl og sumarbústað osfrv. en gefa upp lægstu laun verkamanns. Þau eru oft notuð sem dæmi um undanskot frá skatti. Mættum við svo ganga í það verk þegar þessari rannsókn er lokið. Þetta er gat sem mætti stoppa í á þessu gatslitna sokki sem skattakerfið er.

Eitthverra hluta vegna náði ég að tengja við frétt Mb. af atburðunum þegar Víkingasveit Seðlabankans mætti í hóp mótmælenda, áður en því var hætt. Ef að orðbragðið við kommentin var svona slæmt þá held ég að það mætti bara loka sjoppunni. Annað eins hefur nú sést hér á blogginu. En það er kannski ekki um rétta menn eða atburði? Fuss og svei og skammist ykkar. Haldi þetta áfram er ég ansi hrædd um að bloggarar flytji sig af þessu bloggsamfélagi hér. Spurning hvort bloggarar leigi sér sér lén sem heldur eingöngu út bloggi? Tíkall á mánuði  á kjaft?

Fyrirsögnin segir allt sem býr í mínu brjóst gagnvart ríkisvaldinu. Þið eruð ekki mín stjórn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Góð, takk fyrir mig

Sigrún Jónsdóttir, 5.1.2009 kl. 14:04

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

við erum bestastar!

Rut Sumarliðadóttir, 5.1.2009 kl. 14:10

3 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Þú ert bara yndi

Kristín Gunnarsdóttir, 5.1.2009 kl. 14:28

4 Smámynd: Halla Rut

Þetta er auðvitað algjörlega frábær setning og ég er viss um að Jenný leyfi okkur öllum, Íslendingum, að eiga hana, saman, því við erum þjóðin.

Halla Rut , 5.1.2009 kl. 15:01

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Takk fyrir þennan pistil. Það þurfa ekki allir að lúta sömu reglum í þessu samfélagi. Sjálfstæðismenn vaða uppi með ofbeldi og spillingu og treysta því að vinir þeirra í dómarasætum líti með velþóknun á verk þeirra.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 5.1.2009 kl. 16:32

6 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Takk fyrir kommentin, þessi setning er komin í orðabókina mína, klárt mál.

Rut Sumarliðadóttir, 5.1.2009 kl. 16:55

7 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Takk fyrir traustið en þangað færi ég ekki, það sogast allt vit og skynsemi úr fólki sem þangað fer. hafðu það andskoti gott líka.

Rut Sumarliðadóttir, 5.1.2009 kl. 21:15

8 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Takk Silla mín, Hann Jenni er snúlli, ekki mikill æsingamaður hann pabbi hans heldur.

Rut Sumarliðadóttir, 6.1.2009 kl. 11:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.