Sauðaþjófar enn á Íslandi?

Lögreglan á Hvolsvelli nappaði bónda fyrir að selja 16 kindaskrokka og á hann á von á sekt vegna athæfisins. Hvað kostar þá einn mannskrokkur sem er færður til slátrunar?Hvað segið  þið sem  slátruðu heilli þjóð? Hvað kostar eitt mannslíf hjá ykkur? Hvað kostar uppboð á einni fjölskyldu með manni og mús?

Ef þetta er til eftirbreytni hvað verður þá gert við bankastjórana? Og stuttbuxnadrengina? Og Seðlabankastjórana? Í landans tilfelli er um mannsskrokka að ræða. Þar eru menn búnir að færa til slátrunar heila þjóð, börnin okkar og barnabörnin sett á skuldaklafa til langrar framtíðar.

Ég er búin að fá nóg að þessum Pollýönnuleik sem er verið að reyna að troða upp á okkur. Ég er ekki tilbúin til að brosa í gegnum tárin og láta sem ekkert hafi í skorist. Og það er sko klárt að ég býð ekki hinn vangann.

Það er kominn tími til að allir taki sig saman og borgi ekki lánin sín. Fyrr en verðtrygging hefur verið afnumin og þeir sem sekir eru séu sótti til saka.

Vonandi verður góð þátttaka á laugardaginn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Það hvarflar ekki að mér að taka þátt í þessum Pollýönnu "knúsleik", í boði stjórnvalda.

Mun reyna að taka þátt í öllum þeim mótmælum, sem vonandi verða skipulögð næstu daga og vikur.

Um helgina verð ég aftur á móti að hlú að okkar gamla "mannauð", sem gleymdist í "falsauðseltingarleiknum"

Sigrún Jónsdóttir, 17.10.2008 kl. 11:56

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Takk Sigrún, gott að vita að öðrum líður eins. Veitir ekki af að hlúa að mannauðnum hann er sá eini sem við eigum eftir.

Rut Sumarliðadóttir, 17.10.2008 kl. 12:00

3 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Ætli það sé ekki minni sekt fyrir að selja menn. Það er mjög líklega engin sekt við því.

Þetta er sko ekki eðlilegt.

Knús til þín.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 18.10.2008 kl. 10:24

4 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Takk Dóra, hækkunin á afborgunum nemur tæpum einum mánaðarlaunum hjá mér!! Góða helgi.

Rut Sumarliðadóttir, 18.10.2008 kl. 11:34

5 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Dúna, nei mannslífið er ekki mikil metið og það er ekki eðlilegt. Hér mega menn setja allt á hausinn og bera enga ábyrgt en sauðaþjófurinn er sektaður.

Knús tilbaka.

Rut Sumarliðadóttir, 18.10.2008 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband