Elskhugar mínir til sjávar og sveita...

óska ykkur og fjölskyldum ykkar gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Gömul nágrannakona mín á þessa setningu. Hún var ákveðin í því að senda hana í jólakveðjutíma ríkisútvarpsins. Þegar hún yrði gömul kona. Þannig vildi hún að elskhugar hennar vissu að hún hugsað til þeirra og enginn væri gleymdur! Hvort sem það var meint í gríni eða alvöru.

Það væri nú bara skemmtilegt ef hún léti verða af þessu. Ef hún gerir það ekki er ég ákveðin í að stela þessari hugmynd eins og bankastjóri að næla sér í smá aur í kreppunni. Nota hana um næstu jól og senda kveðjur á þessar elskur sem bældu mitt beð.

Annars nenni ég ekki að hugsa né skrifa um ástandið í dag. Ætla bara að bulla um hitt og þetta, aðallega þetta. Eins og hver önnur blondína.

Tilfinningatjútt:

Annars er maður eins og fyllibytta að vakna upp úr löngum túr, algerlega búin á því eftir þessar hremmingar sem virðast engan enda taka. Reiði, örvinglan, ótrú, vanmáttur, vonleysi, allur helvítis tilfinningaskalinn búinn að tjútta með tilfinningarnar út og suður.

Mér líður eins og blöðru sem búið er að stinga á. Eftir situr ólöguleg klessa sem er eins og gamalt tyggjó. Bragðlaust og klístrað. 

Ætti maður ekki að fara að hressa upp á vinskap við fólk í útlöndum? Athuga hvort það sé laust kvistherbergi sem hægt er að kúldrast í með táfýlu og tilbehör?

En fjandakornið, ég elska þetta sker og fólkið mitt sem býr þar. 

Ég segi eins og Gunnar: "Djöfull er hlíðin smart, ég fer ekki rassgat".

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

haha já hann gunnar hefur ekki verið svo vitlaus náungi, þótt að mér finnist þín stílfærðing mikið betri...elsku mamma.

védís (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 19:18

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Me and Gunnar...we rule!

Rut Sumarliðadóttir, 16.10.2008 kl. 23:08

3 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Takk og velkomin heim.

Rut Sumarliðadóttir, 16.10.2008 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.