Látið lífeyrissjóðina vera....

Enn einu sinni á ég ekki orð yfir ástandinu hér á landi. Nú á að fara að seilast í lífeyrissjóðina og þeir eiga að redda málunum sem stjórn landsins er búin að klúðra.

Látið lífeyrissjóðina okkar vera ráðamenn. Þetta er okkar prívat og persónulega eign. Er það yfirhöfuð löglegt að lífeyrissjóðir fari svona út fyrir sitt svið og láni peningana okkar að okkur forspurðum? Það er í hæsta máta mjög siðlaust.

Hvernig væri að hækka snarlega fjármagnstekjuskattinn og láta það fólk sem borgar nánast enga skatta og lifir á kerfinu eins og snýkjudýr taka þátt í skellnum. Ég er búin að fá nóg að af því að það skuli alltaf vera þeir sem minnst hafi sem taki á sig skellinn þegar illa árar. Er þetta það eina sem ráðamönnum dettur í hug?

Pétur Blöndal.... á hvaða plánetu lifir sá maður? Heldur hann í alvöru að við séum öll að kikna undan jeppakaupum? Skilur maðurinn ekki að við erum að tala um að eiga þak yfir höfuðið og að eiga til hnífs og skeiðar?

Það á að reka ykkur þarna á Alþingi og það með skófar á rassgatinu. Þið virðist bara vera þarna til óþurftar. Viðurkennið að þig getið þetta ekki, þið eruð ófær um að stjórna þessu landi.

Eins og dæmin sanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Lífeyrissjóðirnir eru okkar eign, og ef farið er með þá að vild þessara ráðamanna  sem við hljótum að hafa kosið einhverntíma, ( ég er undanskilin) þá er ég illa svikin.

Látið lífeyrissjóðina okkar vera ráðamenn.Þessu er ég sammála, heilshugar og ég vona bara að staðin verði vörður um þessa eign okkar.

Pétur Blöndal er svo veruleika firrtur að það hálfa er nóg. Ég vissi ekki fyrr en í Silfri Egils núna síðast að Pétur Blöndal er stofnandi Kaupþings.!!!!!!!!!!!! Var einhver að tala um að ekki færi saman pólitík og bisniss. 

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 6.10.2008 kl. 14:30

2 identicon

Ég er sammála bæði Þorvaldi Gylfasyni og Jónínu Ben, þau voru í Silfri Egils í gær.  Skipta um fólk í Seðlabankanum og einnig að frysta eigur þeirra sem hafa verið að gambla með peninga og eigur annarra.

Ég hef aldrei skilið þá græðgi í fólki að það taki lán til að kaupa í Lottói, hvað þá heldur hlutbréf.

Ég er sammála þér Rut, þeir eiga ekki að snerta lífeyrissjóðina.,   Það væri nú gaman ef þeir væru þeir menn (svona í framhjáhlaupi) að lofa því að fella niður sérsamningana sem þeir gerðu sér til handa, varðandi lífeyrismál.  Fyrirgefðu orðbragðið, ég ætla að blóta.

Helvítis fíflin.   Ég vil ekki kenna þau við svínin, það væri algjört virðingarleysi gagnvart gyltunum okkar.

Sigurbjörg (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 14:49

3 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Ég bara treysti ekki þessu fólki fyrir peningum lífeyrissjóðanna. Búin að koma heilli þjóð á hausinn. Er það ekki nóg! Þarf fleiri dæmi?

Rut Sumarliðadóttir, 6.10.2008 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.