Löng fæðing.

Loksins virðist ný stjórn vera í burðarliðnum. Búin að vera ansi löng fæðing með sóttarhléum og jafnvel svona einu og einu útspili til að gera klárt í kosningar.

Heilög Jóhanna verður fyrsti kvenforsætisráðherrann okkar og er það vel. Treysti henni til allra góðra verka.  En hún kemur ekki til með að vera ein um stjórnina. Á afar erfitt með að horfa á að menn sem legið hafa undir ámælum vegna peningabrasks séu á þessum lista. Ekki alveg viss um að raddir fólksins um hreinsanir hafi náð eyrum allra.

Mér líst arfailla á að fara í samkrull með Framsókn. Get varla skrifað orðið án þess að langur listi af alls kyns ógeði rúlli í gegnum heilann. Kokgleypir fólk við nýju framvarðasveitinni? Fylgið hefur aukist þó að flokkurinn hafi ekki gert neitt af viti bara með því að skipta um andlit. Hélt að það þyrfti meira til að öðlast traust og x-in hjá kjósendum. Sbr. endurkjör Gunnars í Versló eða þannig. En svona virðist flokkhollustan rótgróin, kannski ekki skrítið að þetta flokkakerfi sé svona naglfast hér. 

Sjálfgræðgismenn þyggja allir biðlaunin. Sést vel á því hversu tilbúin þau eru til að taka á sig hluta af kreppunni prívat og persónulega. Af því að þeim er nú málið skylt eða er það ekki? 

Við erum álíka stór og hverfi í stórborg, t.d. New York. Þar er einn borgarstjóri.  Hér höfum við 63 þingmenn.

Við erum með kirkjur sem eru nánst tómar nema á stórhátíðum og tyllidögum og hún kostar okkur aldeilis aurinn fyrir utan ansi hugguleg laun presta. Í þessa kirkju eru öllum holað sem líta dagsins ljós. Allt í anda Krists.

Við erum með forsetaembætti sem er okkur líka dýrt og að mínu viti óþarft. Nóg borgum við í utanríkisþjónustuna þar sem bara það flottasta og dýrasta er nógu gott. Nýta hana í störf forseta.

Óteljandi bitlingar, biðlaun, bílafloti, eftirlaun, ofurlaun og annar hégómi virðist rótgróinn. 

Við þurfum að fara að átta okkur á því að við erum pínulítil þjóð, flottræfilsháttur er okkur ekki til framdráttar á nokkra enda né kanta. Við þurfum að láta af þessari minnimáttarkennd og átta okkur á því að við erum bara góð eins og við komum af skepnunni. Presentera okkur sem þjóð sem er smá en þó rík af menningu og hugviti. 

Helst vildi ég að sjoppunni væri stjórnað eins og fyrirtæki. Færarsta fólkið í þau störf sem það kann best. Umsóknir um störf undir dulnefni til að fyrirbyggja að frændsemi stjórni.

Útópían alveg að fara með mig í dag.

En maður verður að láta sig dreyma líka. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Góð færsla !
Biðlaun ráðherranna er út úr kú eins og málin standa. Þeir fá bónusgreiðslu fyrir klúðrið sem þeir sjálfir bera ábyrgð á.

Heidi Strand, 1.2.2009 kl. 18:00

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Takk Heidi,

Það gerist ekki mikið verra en þetta, mér finnst að þeir eigi að sjá sóma sinn í að gefa eftir þessi biðlaun. En það er víst ekki mikil von til þess.

Rut Sumarliðadóttir, 1.2.2009 kl. 18:07

3 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Skil ekki að neyðarlögin nái yfir þessi biðlaun líka.  Þeir tóku 30% af séreignarsparnaðinum mínum, og mér munar örugglega meira um hann en ráðherrunum biðlaunanna.

Það ætti að vera hægt að setja lög yfir þetta.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 1.2.2009 kl. 20:21

4 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Og hrunið er ekki þér að kenna! Það er líka punkturinn að þetta er fólkið sem ber mesta ábyrgð en þyggur eigi að síður. Og er ekki blankt fyrir. Fuss og svei.

Rut Sumarliðadóttir, 1.2.2009 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband