Ellismellir rokka

Nú hlær mín pí.... (nei ekkert svona, meina náttúrulega pínulitla hjarta). Þetta er sko fólk að mínu skapi!

Mér finnst þetta framtak svo frábært að ég tek ofan hattinn. Þetta mættu kórstjórar landsins taka sér til fyrirmyndar sem og starfsfólk sem vinnur með ellismellina okkar. Gæti komið jafnframt prjónaskap og gigtaræfingum.

Solla vantar Gylfa ekki aukavinnu?

Það er hefð fyrir kórstarfi í minni fjölskyldu. Amma söng í kirkjukórnum nánast alla sína hunds- og kattartíð. Sem og móðursystir. Mamma gerði það ekki en  hefur sérstaklega fallega, háa og bjarta rödd og meira að segja villingurinn ég stoppaði til að hlusta þegar hún söng. Við skessubörnin dætur hennar erum allar lagvissar og syngjum við hvert tækifæri sem gefst. Skemmtilegustu partýin eru þegar einhverjir af þessum músiköntum sem leynast í fjölskyldunni taka upp hljóðfærin og þá er sko sungið.

Svona fólk sem nýtur lífsins og gefur af sér í leiðinni þrátt fyrir háan aldur rokkar feitt.


mbl.is Ellismellir rokka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gulli litli

Kúllllllllllllllll.

Gulli litli, 1.10.2008 kl. 12:32

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Yessss!

Rut Sumarliðadóttir, 1.10.2008 kl. 12:46

3 identicon

Sem meðlimur í kórafjölskyldu og hafandi frábæra tónlistarmenn innan vébanda sömu fjölskyldu eygi ég von fyrir alla sem finna raddböndin slakna.

I love rock and roll

Guðrún Jónína Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 12:47

4 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Þó ég sé alger félagsskítur og rekist illa í flokkum held ég svei mér þá að færi í svona kór.

Rut Sumarliðadóttir, 1.10.2008 kl. 12:51

5 identicon

Ég er fjandi góð á trommur, kanntu að spila á greiðu? Við gætum verið sæmilegar í Rokkbandi eldri borgara. (Eftir útliti að dæma)

Gætir þú ekki auglýst eftir tveimur kellum á gítar og einni á bassa? þá væri þetta pottþétt.

Sigurbjörg (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 14:27

6 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Geri það hér með. Átti einu sinni júðahörpu eins og allir hinir hipparnir en hún er nú löngu glötuð. En ég held lagi. Heyrist að við værum bara flottar saman.

Rut Sumarliðadóttir, 1.10.2008 kl. 14:59

7 identicon

Við munum rokka feitt saman

Sigurbjörg (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 15:49

8 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Rut Sumarliðadóttir, 1.10.2008 kl. 16:27

9 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Datt í hug að þú hefðir gaman af Tinu þegar ég sá síðuna þína

Rut Sumarliðadóttir, 1.10.2008 kl. 19:55

10 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

ekki spurning!

Rut Sumarliðadóttir, 1.10.2008 kl. 22:20

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

tónlist og söngur gefur lífinu lit og er yfirleitt allt á fullu hér ég tala nú ekki um er maður kemur til Dóru þá eru það músíkmyndböndin á fullu og tvíburarnir hennar eig líka æðislega músík á flakkaranum sínum og það er aðallega Japönsk músík og söngvarar virkilega flott tónlist, en ég kann ekkert að syngja, mundi koma og hlusta á ykkur.
Knús Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.10.2008 kl. 14:07

12 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Milla, þér er hér með boðið á opnunartónleikana!!

Rut Sumarliðadóttir, 2.10.2008 kl. 14:12

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Rut mín mun mæta. Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.10.2008 kl. 19:10

14 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Já, kannski er þetta líka til hér. Þegar þú minntist á mömmu þína þá datt mér í hug franskbrauð með banana sem ég borðaði oft hjá henni sumarið '69 minnir mig. Ég var að vinna hjá Miðnes og fékk að vera þar í nokkrar vikur.  Góðar minningar.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 3.10.2008 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.