"Í brjósti mínu

býr ung stúlka sem neitar að deyja." Þetta eru orð sem ég heyrði um síðustu verslunarmannahelgi vestur á Snæfellsnesi. Þarna er verið að vitna í norrænan rithöfund sem ég bara man ekki hvað hét eða heitir. (veit einhver hver þetta var, þorry of miki röðvin)

Við sátum nokkrar fyrir utan Garða eftir dýrlegan mat framreiddan af stóra bróður, og sötruðum rauðvín og horfðum á sólina hella geislum sínum yfir jökulinn.  Með fullt að úandi og aandi útlendingum sem komust ekki yfir það að sitja þarna úti í kvöldsólinni.

Þessi setning er alltaf að dúkka upp í hausnum á mér vegna þess að þetta er einmitt svona. Það býr svona stelpubrussa í brjóstinu á mér. Hún er helvítis frekja. Getur aldrei setið kyrr og er sífellt að rífa kjaft. Hún man ekkert eftir því að ég er miðaldra, stútungskerling.

Þekkið þið þetta stelpur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þekki ég þetta?  Þetta er ég vúman.

En reyndu að komast að því hvaða rithöfundur þetta er.

Sá sem höndlar sannleikan í svona fáum orðum á að fá Nóbelinn og við eigum að lesa hann.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.9.2008 kl. 11:12

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Takk. Held bara að ég verði að gera það. Þessi kona er greinilega með vit í kollinum. Ekki spurning skyldulesning.

Rut Sumarliðadóttir, 13.9.2008 kl. 11:17

3 Smámynd: Gulli litli

No komment .....enda ekki stelpa....hm.

Gulli litli, 13.9.2008 kl. 11:42

4 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Jenný, það er verið að rekja þetta. Á von á símtali um málið.

Gulli, þú værir ófríður kvenmaður, eins og þú ert nú sætur.

Rut Sumarliðadóttir, 13.9.2008 kl. 11:51

5 identicon

Sæl Rut mín og tak for sidst!

Yndisleg stund eftir hreint "guðdómlegan" mat á Görðum. Kysstu stóra brósa frá okkur Rósu. Hann er kominn heim í heiðardalinn................... og bjarta sandinn. 

Ég lét þessi fleygu orð Tove Ditlefsen flakka á þessari ljúfu  og fallegu stundu til þín  - Móðir mín sagði þau við mig um leið og hún rétti mér Endurminningabók þessa frábæra rithöfundar og sagði um leið: Við stelpurnar í saumaklúbbnum Málbandinu erum að fara út á djammið..........eða eitthvað álíka. Ég var svo rosalega ung á þessum tíma að mér fannst miðaldra konur alls engar stelpur. Ættu eiginlega frekar að segja: Við kerlingarnar!

Í dag er þessi eina setning fyrir löngu orðin mitt leiðarljós - og að sjálfsögðu sígild og verður aldrei ofsögð. Áfram "Stelpur" og "strákar"!

Helga Þorsteins (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 12:38

6 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Takk Helga og tak for sidst, hefði betur setið lengur með ykkur þetta frábæra kvöl en að spila við tvo dauðþreytta kokka með hvítlaukfnyki fram undir morgun. En það var líka skemmtilegt. Fer í bókasafnið eftir helgi. Þessi setning hefur ekki vikið frá mér því hún er svo sönn.

Hún mamma mín er á níræðisaldri og talar enn um okkur stelpurnar. Enn og aftur. Við erum alltaf á besta aldri.

Rut Sumarliðadóttir, 13.9.2008 kl. 13:04

7 identicon

Skil þig afar vel. Hreinasti sannleikur þetta með daufa og hvítlauksangandi og þar með lítt andríka kokkana. En þeir skiluðu svo sannarlega sínu - besti matur sem ég hef fengið á "restúranti" hér heima lengi, lengi! Þeir eiga hrós skilið fyrir það. Þyrfti að auglýsa þennan stað betur, flottur fyrir öll vetrarsamkvæmi en ég er svo eigingjörn að mér finnst ekki þurfa að fjölga í fjörunni á sumrin. Svava/Svafa (bæði rétt, en veit ekki hvort er hennar)  getur sagt þér allt um sexarana....sem eru að verða svo kröfuharðir að þeir vilja semja við Rússana eða Finnana um að senda meiri rekavið á þessa fallegu strönd. Hefur ekki gengi vel hingaðtil en hún Svafa er ótrúlega flott samningastelpa, svo það er aldrei að vita.

Stefnan hjá okkur Rósu er að fara einu sinni á ári í iljanudd á Nesið,  yndislegar "naumhyggjuferðir"  - látum þig vita fyrir þá næstu!  

Helgfríður Íslandssól.

Helga Þorsteins (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 13:34

8 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Helgfríður Íslandssól. Sexarana? Ég er sko strax farin að hlakka næstu verslunarmannahelgar. Fer sko "ef ég lifi sem ég lifi" eins og mamma segir.

Rut Sumarliðadóttir, 13.9.2008 kl. 13:51

9 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Ætlaði líka að segja að þetta eru náttúrulega sætustu og bestustu matreiðslumenn norðan Alpafjalla. Þetta var sko skemmtileg nótt. Í lokin var ég dansfíflið búin að kveikja á Steely dan og farin að dansa á pallinum. Leiddist ekkert ofboðslega. Það þarf nú ekki að segja mér að knúsa bróa, geri það við öll tækifæri.

Rut Sumarliðadóttir, 13.9.2008 kl. 13:58

10 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Mér dettur nú bara í hug hvítlaukslegnar gellur með nýjum íslenskum kartöflum, þegar þú nefnir „stóra bró“ bið honum kærlega að heilsa, En stútungskerlingu þekki ég ei, en hrokkinhærðan stelpuhnokka man ég vel, rífandi kjaft með réttlætið á hreinu. Hvorki stuðlar né höfuðstafir, en svona er þetta nú.

Þessi sprungni Marygold sem ég sé alltaf strax á morgnanna þegar ég lít í spegil er ekki ég, heldur forljóta kerlingin á móti.

Þetta gengur auðvitað ekki hvað hulstrið okkar endist illa miðað við okkar forkunnarfögru sál.   

Ingibjörg Friðriksdóttir, 14.9.2008 kl. 16:00

11 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Takk Imba mín, skila því til bróa. Nú eru lokkarnir gráir að mestu. Er svo skrítin að ég vil ekki lita það vil bara bera mín gráu hár með reisn.

Sprungin Marygold býr örugglega á móti svoleiðis man ég ekki eftir þér. Fáðu þér nýjan spegil.

Rut Sumarliðadóttir, 14.9.2008 kl. 19:48

12 identicon

Hvítlaukslegnar gellur, frábært nafn á kvikmynd, sbr. Kryddlegin hjörtu sem er óborganleg mynd og eiginlega nauðsynlegt fyrir alla að sjá og  að lesa bókina líka. 

Plús til þín Ingebjörg srútungskerling: Ýmsum nöfnum sem og ónöfnum hef ég verið sæmd, það allra besta er Íslandssólin. Það kemur frá mínum besta vini sem og þeim allra besta húmorista sem ég hef kynnst á lífsleiðinni honum Stulla  - einstakur lífskúnstner, listmálari, söngvari og lagasmiður með meiru. Hann lést fyrir ári síðan 52 ára en skrifaði svo frábært blogg allan tímann sem hann var veikur að það færði okkur vinum hans bæði huggun sem og nálgun okkar á milli. Kíkiði á það endilega. Barasta mannbætandi. '' Í stað stútungskerlingarinnar finnst mér afar gott að vera komin á dekuraldurinn svo að ég sendi kerlinguna til síns heima. Hlakka til að tjútta við Steely Dan og fleiri um næstu Verslunarmannahelgi.

Í.g.f.

Helga

Helgfríður Íslandssól (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 21:25

13 Smámynd: Ísdrottningin

Þekki ykkur ekki neitt en bið að heilsa ykkur aðlaðandi stelpu-konum samt

Endilega haldið áfram að lifa lífinu lifandi

Ísdrottningin, 15.9.2008 kl. 08:08

14 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Hér talar greinilega kona með viti. Takk.

Rut Sumarliðadóttir, 15.9.2008 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband