Eðli starfa.

Það hefur löngum einkennt hefðbundnar kvennastéttir að þær láta sig manngildi varða. Ljósmæður eru ein af þessum stéttum. Þær fylgjast með nýju lífi vaxa og dafna í móðurkviði, taka á móti börnunum okkar sem eru það dýrmætasta sem við "eigum". Þær sjá síðan um fræðslu, eftirlit og fylgjast með heilsu móður og barns. Svona frá mínum bæjardyrum séð er eðli þessa starfs svo óumræðanlega mikilvægt að ef við tækjum mið af eðli ljósmæðrastarfsins til launa þá skyldi maður ætla að þær væru betur launaðar en t.d. dýralæknar. En nei, þannig er málum ekki háttað.

 Las grein eftir Guðmund Andra Thorsson í Fréttablaðinu í morgun. Þar vitnar GAT í Gunnar Björnsson formann samninganefndar ríkisins. Skilji ég málið rétt (las ekki umrædda grein/viðtal) þá telur Gunnar að eðli starfa skuli vera mælieining þegar ákvarða eigi laun fólks. Ekki bara menntun. 

Ekki veit ég hvaða eðli býr í brjósti formannsins. Er þá líf mæðra og barna ekki mikilvægt? Er mikilvægara að hjálpa hryssu að kasta en móður að fæða barn? Nei, ég bara spyr. Þetta er náttúrulega svo arfavitlaust að það nær engir átt. Ef við eigum að fara eftir eðli starfa hver er þá mælistikan? Og hver á að beita henni? Formaður samninganefndar ríkisins?

Sex ára nám á háskólastigi er metið til annarra starfa í heilbreigðisgeiranum. Hvers vegna ljósmæður eiga að vera undanskyldar þessu mati er mér bara algerlega formunað að skilja. Getur einhver sagt mér það?

Vil þakka Guðmundi Andra Thorssyni  fyrir hans skrif um málið. Lýsi eftir skoðunum fleiri karla á því.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Eins og þú réttilega bendir á Rut eru hefðbundnar kvennastéttir oft tengdar mannúðarstörfum og uppeldi. Ég held að þessi staðreynd eigi stóran þátt í afstöðu almennings til launa fyrir slík störf. Allt fram undir miðja síðustu öld, jafnvel á jafnréttis sinnuðu Íslandi voru slík störf alls ekki talin til launaðra starfa heldur var þeim sinnt að nauðsyn og fyrir "köllun". Fyrstu hjúkrunarkonurnar voru t.d.  nunnur. Einhvern veginn varð það svo að ef kona, hvað þá karlmaður, tók að sér slík störf, hlaut viðkomandi að vera "dálítið sérstakur" og umbun þeirra átti ekki að vera í krónum talin. Við þessa fornaldarafstöðu búum við enn og merki þessa sést greinilega í launaskalla barnfóstra, kennara,ljósmæðra og hjúkrunarfólks. - Áður en félagsþjónustan varð til voru það kvenfélögin sem sinntu henni. Það þótti sjálfsagt að kvenfélög vítt og breytt um landið tækju að sér allskonar líknarstörf og seldu kaffi og kökur til að reka starf sitt, allt í sjálfsboðavinnu. - Mér er til efs  að hjálparsveitarmenn nútímans mundu endast í slíku, jafnvel þótt mikið og fórnfúst starf sé unnið í dag á meðal þeirra.-  

Svanur Gísli Þorkelsson, 8.9.2008 kl. 17:29

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Takk fyrir þitt góða innlegg Svanur.

Það er seigt í þessum hugsanahætti að kvennastörf eigi að vera í formi þess að konur fórni sér og eigi ekki að þiggja laun til jafns við karlmenn. Þrátt fyrir það að konur séu virkar í atvinnulífinu eins og þær eru í dag. Og séu fyrirvinnur heimila ekki síður en karlar. Þetta er ekki sú framtíð sem ég óska dætrum mínum og dótturdætrum.  Þessu þarf að breyta.

Rut Sumarliðadóttir, 8.9.2008 kl. 19:01

3 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Það sem við konur látum okkur hafa er ótrulegt....en eitt er alveg víst að ég stend með ljósmæðrum. Hafa þessir viðsemendur ekki átt mæður?...systur og eiginkonur?

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 8.9.2008 kl. 22:45

4 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Gæti ekki orðað þetta betur Sóldís. Takk fyrir innlitið.

Rut Sumarliðadóttir, 8.9.2008 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband