Bankastjórarnir með of há laun+ smá leikfimisæfingar

Enn og aftur hefur heilög Jóhanna sýnt að hún er eini stjórnmálamaðurinn í þessari ríkistjórn sem er óhræddur við að tala um það sem brennur á þjóðinni. Núna síðast með því að mótmæla háum launum stjórnenda bankanna. Það er að segja þeirra sem hafa láti svo lítið á annað borð að segja okkur vinnuveitendunum sínum, frá því hversu mikið þeir hafa í laun.

Enn og aftur er það kýrskýrt að það að höndla með peninga er það sem skiptir mestu máli. Borið saman við aðra ríkisstarfsmenn sem bara höndla með fólk, líf þess og heilsu.

Ekki það að það sé nokkuð nýtt undir sólinni. En ég vil prívat og persónlega þakka henni fyrir.

Aðrir sálmar:

Núna sendir fólk hvort öðru smá leikfimisæfinar í formi emaila og smsa. Þær eru svona:

1. Banka með flötum lófa á bringuna.

2. Rétta úr handleggjum og kreppa hnefa.

3. Banka, kreppa, banka kreppa......

Hafið það svo gott í snjónum elskurnar mínar.

 

 

 


mbl.is Bankastjórarnir með of há laun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gulli litli

2 millur er enginn peningur......bara árslaunin  mín.......hmmm.

Gulli litli, 23.10.2008 kl. 22:38

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Dóra, hún er ekki kölluð heilög Jóhanna út í bláinn.

Gulli, ertu nokkuð að telja í dönskum krónum?

Rut Sumarliðadóttir, 24.10.2008 kl. 00:41

3 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Já er ekki Jóhanna að reina að hjálpa okkur eimíngjunum, nú er hun svo ekki heilög.

Knus á þig Rut mín, þú ert yndi

Kristín Gunnarsdóttir, 24.10.2008 kl. 13:03

4 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Held að hún sé eini heiðarlegi stjónarþingmaðurinn. Takk.

Rut Sumarliðadóttir, 24.10.2008 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband