læknir um lækni til sjúkrabíls..

Úff, þetta eru nú búnir að vera meiri dagarnir undanfarið. Hef eytt drjúgum tíma síðustu daga á sjúkrahúsum, í sjúkrabílum og biðstofum.

Fengum þær góðu fréttir að mamma er ekki með ristilkrabba eins og haldið var en krabbinn er annars staðar og ekki eins banvænn, þ.e. hún getur lifað í nokkur ár og þess vegna farið úr einverju allt öðru. Þannig að það er öllum mjög létt. Bíð eftir því að fá símtal um að fara á rúntinn með sjúkrabílnum og ná í gömluna mína til Reykjavíkur og flytja hana aftur suðureftir.

Hún mamma verður svo ligeglad af  lyfjakokteilnum fína sem hún er að fá að hún kallaði á eftir einum unglækninum "þú ert svo fallegur, þú ert eins og engill" og aumingja maðurinn varð eins og karfi í framan og hraðaði sér út! Þeir hafa ekki skorið burt húmorinn úr mömmu gömlu.

Þetta var heldur betur hersingin sem skundaði eftir sjúkrahússgöngum Lansans í gær, þarna vorum við mætt átta stykki til fundarhalds við lækninn. Þurftum skóhorn til að komast öll inn á stofuna til gömlu. Það ráku allir upp stór augu enda eflaust fáar fjölskyldur í dag með svo stóran "barna"hóp. En yndislegt að eiga góða að í fjölskyldunni og finna að við stöndum öll saman þegar eitthvað bjátar á.

Nú getur bara gott bestnað. Hver veit nema maður fari að geta gert að gamni sínu áður en langt um líður.

Læt þennan um konurnar sem fóru til Finnlands fljóta með: "Tvær konur fóru til Finnland, önnur lét lappa uppá sig og hin fékk sér sama."

Líður strax betur.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Takk Silla, enda talar hún ekki um annað en hvað hún sé rík...

Rut Sumarliðadóttir, 23.9.2008 kl. 13:50

2 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Gott að heyra að mamma þín er skárri og líklega betri en það,  úr því hún gat kallað á eftir unglækninum...hahaha...frábær frammistaða.

Hún á svo sannarlega yndisleg börn sem eru til staðar þegar hún þarf á ykkur að halda . Já...hún er svo sannarlega rík.

Bestu kveðjur,

Sóldís

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 23.9.2008 kl. 17:05

3 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Takk ljúfan.

Rut Sumarliðadóttir, 23.9.2008 kl. 19:39

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já hún mamma þín hefði nú aldrei haft þor til að segja þetta við einhvern unglæknir, nema að hafa haft gott af lyfjakoteilnum, en svona verða sumir af þessum fjanda, og bara gaman að þessu.
Yndislegt að þið skilduð mæta þarna öll sömun og gott að hún er betri hún mamma þín berðu henni kveðju mína Rutla mín.
Ég spurði nú bara Sillu í gær hvort þú værir hin eina sanna Rutla úr Sandgerði
og það reyndist vera rétt.
Kærar kveðjur til þín og þinna
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.9.2008 kl. 10:45

5 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Hin eina sanna , varist eftirlíkingar!! Takk fyrir hlý orð, já hún mamma er nú ekki vön að  elta karlpeninginn nema í lyfjarússi. Hún er ótrúleg gamlan mín. Takk fyrir kveðjurnar, kem þeim til skila, fer væntanlega í dag að sækja hana í Rvk. og fylgja henni á sjúkrahúsið hér.

Rut Sumarliðadóttir, 24.9.2008 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband