Til hamingju konur.

Til hamingju konur með daginn.

Konur prýða lista flokkanna sem aldrei fyrr í mínu minni.  Mikið erum við konur búnar að bíða lengi eftir því að við séum metnar til jafns við karla. Ekki það að takmarkinu sé alveg náð sbr. nýlega könnun á launum karla og kvenna á Íslandi. Þar komu konur á landsbyggðinni sérstaklega illa út og þar ríkir enn gífurlegur munur á launum karla og kvenna. 

Konur af minni kynslóð (68 kynslóðinni ef einhver velkist í vafa) áttu ekki margar fyrirmyndir af konum sem við gátum samsamað okkar við þegar við ólumst upp. Á þeim tíma voru kynjahlutverkin skýr: konur sáu um börn og heimili og karlar voru fyrirvinnur.  Með örfáum undantekningum eins og t.d. ljósmæður og hjúkkur ( eins gott að masterinn í hjúkrunarfræðum systir mín sjái ekki þetta orð hemmhemm, þó ég noti það óspart til að stríða henni ).Er ekki að gera lítið úr þeirra störfum á einn eða neinn hátt eins og allir vita sem til mín þekkja. En störf kvenna voru að öll jöfnu við umönnun og ekki hafa margir karlar gengið  í þeirra spor. Óeigingjörn störf kvenna í svokölluðum mjúkum málum s.s. í hjúkrun, uppeldi og kennslu eru til fyrirmyndar og því miður allt of illa metin.

Þó var hún móðuramma mín mikið til fyrirvinna heimilisins þar sem afi gamli gekk ekki heill til skógar. Hann prjónaði líka sem var ekki algengt í þá daga amk. ekki svo ég vit. Einn bróðir minn saumaði út og hafði gaman af. 

Man eftir skólaskemmtun þar sem nokkrir nemendur stóðu fyrir skemmtiatriðum og sungu lítið lag. Mitt lag gekk út á að ég ætlaði mér að eiga fullt af börnum og skúra og skeina fyrir lífstíð. Ekki gekk það nú eftir. Þó ég sé vissulega enn að skúra, engir rassar að skeina í bili þar sem barnabörnin eru komin á legg. Sú yngri er ekki enn farin af stað í barneignum enda stefnir hún á nám í lögfræði í haust. 

Það hefur margt áunnist á þessari rúm hálfu öld sem ég hef dregið lífsandann en betur má ef duga skal samkvæmt áðurnefndir könnun.

Áfram konur, okkar tími mun koma. Til hamingju með daginn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ransu

Allir orðnir þreyttir á grámönnum með bindi.

Öflugur listi eftir forval VG í R.vík hefur vonandi gefið tóninn og skila sér á þing.

Ransu, 8.3.2009 kl. 15:56

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Æi já, jakkafatalakkar ornir þreyttir. Sammála þér með VG, vona það líka.

Rut Sumarliðadóttir, 8.3.2009 kl. 16:27

3 Smámynd: Ólöf de Bont

Já, konur og jafnræði skal það vera.  Það má ekki halla á hvorugt kynið

Ólöf de Bont, 8.3.2009 kl. 18:23

4 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Já, sammála því, til hamingju með daginn.

Rut Sumarliðadóttir, 8.3.2009 kl. 18:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband