Kynhneigð Jóhönnu meira fréttaefni en það að hún verður fyrsti kvenforsætisráðherra?

Ég á ekki fjandans fokking orð yfir frétt á Vísi.is.

Það er byrjað á því að tala um að hún verði fyrsti samkynhneigði forsætisráðherrann og svo seinna í fréttinni að hún verði fyrsti kvenkyns forsætisráðherrann.

Hver andskotann hefur það með málið að gera. Andskotans fokking homofóbía er þetta (eða getur maður sagt það um konur?) Ég er svo rasandi að ég á ekki orð. Hvaða máli skiptir hvern hún elskar prívat og persónulega og deilir lífi sínu með?

Hefðum við átt að taka það fyrst fram að Hörður Torfason er hommi og svo að hann hefur unnið óeigingjarnt starf í marga mánuði?

Ég hef ekki bölvað svona mikið síðan ég var unglingur. Lái mér það hver sem vill

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Fréttamat sumra fréttamanna er með ólíkindum.  HFF

Sigrún Jónsdóttir, 27.1.2009 kl. 13:54

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Gagnkynhneigði aðstoðarskólastjórinn kvittar undir þetta hjá þér!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 27.1.2009 kl. 13:58

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Úps: Gleymdi að taka það fram að ég væri með freknur!

Gagnkynhneigði, freknótti aðstoðarskólastórinn átti þetta að vera.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 27.1.2009 kl. 14:00

4 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Ég er líka freknótt, gleymdi að taka það fram. Og með ör á maganum eftir keisara. Fullan munn af postúlíni, tómt feik. Almáttugur stelpur, ég á ekki orð yfir þessum fréttaflutningi.

ps. ég er gagnkynhneigð.

Rut Sumarliðadóttir, 27.1.2009 kl. 14:08

5 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Þetta eru nu meiri fiflin ef þeir þurfa að gera ser mat úr kynhneigð hennar, þó að hun væri með 10 kellum í einu og andskotinn, hverjum kemur það við.

Kristín Gunnarsdóttir, 27.1.2009 kl. 15:55

6 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Smjörklípur dömur mínar, smjörklípur.....eyði ekki frekari orðum á svona lagað, enda svo margt annað sem við þurfum að tala um, annað en hver sefur hjá hverjum......

Haraldur Davíðsson, 27.1.2009 kl. 16:18

7 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Ég segi það nú Kristín, allt önnur ella, það er af nógu að taka í fréttum þessa dagana.

Smjörklípur Halli, smjörklípur. Einmitt minn punktur, mætti ætla að af nógu væri að taka þessa dagana.

Rut Sumarliðadóttir, 27.1.2009 kl. 17:05

8 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Silla, ætli það verði farið í að mæla typpalengd? meira ruglið.

Rut Sumarliðadóttir, 27.1.2009 kl. 17:54

9 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Haraldur Davíðsson, 27.1.2009 kl. 19:38

10 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Typpalengd og pjölluþrengd næst á dagskrá?

Rut Sumarliðadóttir, 27.1.2009 kl. 19:48

11 Smámynd: Róbert Björnsson

Auðvitað á þetta ekki að vera neitt merkilegt og það er til marks um hvað íslendingar eru komnir langt miðað við aðrar þjóðir að þetta skuli almennt hvorki skipta fólk máli né vekja eftirtekt.

En trúiði mér - það væri annað uppi á teningnum hér í Bandaríkjunum, því miður!

Staðreyndin er sú að í langflestum löndum heims dettur ansi fáum hommum og lesbíum það í hug að þau eigi séns á að rísa til hárra metorða í sínum samfélögum.  Það er hægt að telja á fingrum annnarar handar samkynhneigða þingmenn og borgarstjóra í örfáum löndum - en aldrei fyrr forsætisráðherra eða forseta.  Hvergi.

Þetta er því sannarlega merkilegur áfangi í þeim skilningi - og rétt eins og kjörið á Barrack Obama kveikti vonir í hjörtum svartra barna út um allan heim - um að þau gætu orðið hvað sem er - jafnvel forseti - gildir vonandi það sama um samkynhneigða krakka þegar þau læra að ekkert er útilokað!  Nú hafa þau fyrirmynd sem leyfir þeim að hugsa út fyrir ramma staðalímyndanna.  Enn eitt "gler-þakið" hefur verið brotið.

Því þykir mér leitt að sjá að margir "misskilja" þennan fréttaflutning - það er ekki verið að gera lítið úr Jóhönnu (nema í augum þeirra fordómafullu) - heldur er einfaldlega verið að benda á jákvæðan og sögulegan atburð sem vekur athygli erlendis hvort sem fólki líkar það betur eða verr.  Verum stollt af Jóhönnu og þeim árangri sem réttindabarátta samkynhneigðra á íslandi hefur skilað!   

Róbert Björnsson, 28.1.2009 kl. 00:32

12 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Kærar þakkir fyrir þetta Róbert.

Get skrifað undir hvert orð sem þú segir. Kannski er þetta kvenremba í mér því ég gleðst svo þegar ég sé okkur miða lengra í átt að jafnrétti kynjanna.  Það sem ég er að benda á að fyrst er tekið fram að hún sé samkynhneigð og síðan að hún verði fyrsti kverforsætisráðherrann. Ekki að gera lítið úr baráttu samkynhneigðra nema síður sé. Það hefði ekki verið tekið fram ef hún væri gagnkynhneigð.

Þetta var svo endurtekið í fréttum RÚV, var ekki nóg að segja að maki hennar væri só and só?

Ég er svo sannarlega ánægð með að samkynkneigðir eiga nú orðið auðveldar uppdráttar en áður var. Ég fagna því bæði sem jafnaðarmanneskja á alla enda og kanta, fyrir utan að mér er málið skylt. Þó ég sé sjálf gagnkynhneigð. Fólk er fólk, hvernig sem það lítur út og hvort það laðast að eigin kyni eður ei.

Mér finnst að hver og einn eigi að fá að vekja athygli á þessu, ef hann/hún kýs svo. Sömuleiðis t.d. alkar sem eiga sjálfir að fá að ráða því hvort þeir láti það uppi eður ei.

En málið er einfaldlega eins og þú bendir réttilega á að í augum fordómafullra er þetta vatn á myllu kölska. Það hefði mátt telja upp öll hennar góðu verk og enda svo á því að segja hver er maki hennar.

Rut Sumarliðadóttir, 28.1.2009 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband