Mánudagur til mæðu.

Jæja, elskurnar mínar, eru ekki allir í stuði?

Geir Harði og Árni Dýri komnir á lista yfir menn sem eiga sök á efnahagshruni heimsins og verstu bankamenn samtímans. Það var nú varla á það bætandi. Skyldi Jarpur hafa haft rétt fyrir sér? Eru þetta hryðjuverkamenn?  Enn sitja þeir samt þessi dánumenn. Eða hitt þá heldur.

Doddi fékk ekki frið til að fagna árinu með samstarfsfólki sínu vegna mótmæla fyrir utan. Fagna hverju? Að vera yfirmenn hrunsins? Eflaust etið og drukkið á okkar kostnað.  Bumbusláttur mótmælenda sá fyrir því. Enn situr hann.

ISG stjórnar landinu af sjúkrabeði, enginn getur komið í hennar stað. Enn situr hún.

Stjórnin reynir að klóra í bakkann og lafa fram að  kosningum þrátt fyrir kröftug mótmæli þjóðarinnar. Einn sagt af sér allt of seint. Og stjórn seðló fer ekki fyrr en 1. mars, góður tími til að tæta. Enn situr yfirmaðurinn og hótar okkur endurkomu í pólitík.

Er fólkið ekki að fara að skilja það að það fær ekki frið frá okkur fyrr en stjórnin fer frá? Og segir af sér. Það treystir ykkur ekki nokkur sála sem sér í gegnum blekkingarvefinn, hvort sem hann er veikindi, ein og ein afsögn og tilkynningar um að gefa ekki kost á sér aftur. Vanhæf ríkisstjórn.

Ekki lýst mér á að stofna til samstarfs með Framsókn, þó yngt hafi verið upp í framvarðasveitinni. Eru allir með gullfiskaminni? Framsókn var fullur þátttakandi í fjármálasukkinu, eru allir búnir að gleyma því? Ætla ekki einu sinni að fara út í kvótakerfið, gæluverkefni Framsóknar, sem hefur drepið niður byggðirnar úti á landi. Sett öll verðmæti hafsins á örfáar hendur þmt. fyrrverandi formanns. Og barnabæturnar? Börn hættu að vera börn eftir 16 ára aldur þó alls annars staðar væru þau börn til 18 ára aldurs. Eigum við nokkuð að nefna Kárahnjúka líka? 

Flokkakerfið er úr sér gengið fyrir löngu síðan. Við þurfum miklu meiri breytingar en uppstokkun á framboðslistum.  Setjum hæft fólk með menntun og reynslu af þeim málaflokkum sem það vinnur við. Hæft fólk sem ekki er að hygla neinum flokki. 

Áfram nýja Ísland. Komdu fagnandi.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlédís

AUÐVITAÐ viljum við Jóhönnu!

Nú gerast hlutir hratt! Sitjandi stjórn er komin útaf borðinu! - en mikið eru þessar borð- og sjómannamáls-líkingar orðnar leiðigjarnar!

Hlédís, 26.1.2009 kl. 13:45

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Sæl og velkomin, já, sammála þér með heilaga Jóhönnu eins og hún heitir í mínum kokkabókum. Hehe, þjóðarskútan að sigla í stand?

Rut Sumarliðadóttir, 26.1.2009 kl. 14:10

3 Smámynd: Hlédís

 !

Hlédís, 26.1.2009 kl. 15:28

4 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Rut Sumarliðadóttir, 26.1.2009 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.