Veikindi og pólitik í sæng saman?

Það liggur við að ég þori ekki að tala um veikindi og pólitík í sömu andrá. Held að ansi margir séu að missa sig í hluti sem ekki komi umræddri tík nokkuð við. En það er nú kannski einmitt tilgangurinn að missum sýn á það sem skiptir máli: Burt með ríkisstjórnina og utanþingsstjórn fram að kosningum hvenær svo sem þær verða.

Enn hefur enginn axlað ábyrgð, engar eignir frystar upp í skuldir, enginn sagt af sér þrátt fyrir að í ljós hefur komið að báðir skipperarnir eru fárveikir. Okkur er stjórnað af tveim fárveikum einsktaklingum á lyfjum. Er ekki kominn tími til að þeir stígi úr brúnni?

Óska þeim báðum góðs bata og fjölskyldum þeirra styrks í veikindunum. Það er kominn tími á að heilbrigt fólk fylli í skörðin ekki veitir af fullum styrk í verkefnin sem eru framundan. 

12.000-13.000 manns eru atvinnulausir í dag. Það á eftir að versna ef spár ganga eftir. Fólk er að missa heimili sín og eigur, sparnaðurinn uppétinn í græðgisvöxtum og verðbótum sem eru að sliga nánast hvern mann. Hver króna sem fólk hefur lagt í húsnæði er horfin eins og dögg fyrir sólu.

Halló gott fólk, missum ekki sjónar á því sem skiptir raunverulegu máli, ekki láta svona argaþras letja ykkur til að mótmæla þangað til við fáum aftur lýðræðið í okkar hendur. 

Mætum í dag á Austurvöll merkt appelsínugulum klæðum. Ekkert ofbeldi takk. 

Áfram nýja Ísland.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Svo sammála þér. Vildi að ég gæti mætt á austurvöll í appelsínugulu, Góða helgi kæra Rut

Kristín Gunnarsdóttir, 24.1.2009 kl. 16:52

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Takk og sömuleiðis Sylvía Nótt!

Rut Sumarliðadóttir, 24.1.2009 kl. 17:32

3 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Sammála Silla, tikk takk.

Rut Sumarliðadóttir, 24.1.2009 kl. 19:41

4 identicon

Já, mér finnst mótmælin eiga að vera friðsöm og án ofbeldis. Ég fór á miðvikudagskvöldið fyrir utan Þjóðleikhúsið og var þar ásamt tveimur vinkonum. Þarna var samankomið mikið af fólki og bara með því að mæta vorum við öll að sýna samstöðu. Sumir komu með potta og lok og slógu taktfast saman, sem jú var gott í sjálfu sér. flestir voru þó bara að spjalla. En þegar ég sá unga stráka, hettuklædda og með klúta í framan, dansandi í kringum bálköst, veifandi anarkistafána, þá var mér allri lokið. Þessir einstaklingar vita ekki hverju þeir eru að mótmæla

védís (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 20:01

5 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Nei, það versta er að þeir spilla fyrir friðsömum mótmælendum. En ég held að það sé búið með þetta ofbeldi, nú mætir fólk með appelsínugula borða eða annað til að aukenna sig. Takk fyrir kommentið ástin mín, sjáumst í vöffluveislunni á morgun. Ég hlakka til að sjá ykkur.

Rut Sumarliðadóttir, 24.1.2009 kl. 20:21

6 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Takk Dóra mín og þú og þínir líka, kveðja norður.

Rut Sumarliðadóttir, 24.1.2009 kl. 20:55

7 Smámynd: Heidi Strand

Þetta var alveg magnaður fundur!

Heidi Strand, 24.1.2009 kl. 20:58

8 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

takk Heidi, sé og heyri það, áfram Ísland!

Rut Sumarliðadóttir, 24.1.2009 kl. 20:58

9 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Að tala um veikindi og pólitík í sömu andrá....það þarf hugrekki til. En eitt er víst að við Íslendingar þurfum ekki 2 fárveika einstalinga til að stjórna okkur áfram. Ég hef fulla samúð með fólki í þessum hræðilegu veikindum, en það breytir því ekki að við þurfum....nýtt blóð....nýtt fólk við stjórnvölinn, ef við eigum að komast heilu höldnu í gegnum þessa erfiðleika. Ekki gamla liðið sem sigldi öllu í strand!!!!!!!!!!!

Áfram Ísland.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 24.1.2009 kl. 22:17

10 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Sæl Sóldís, long time no see. Auðvitað þarf að skipta út, það á enginn af stjórnaliðum traust almennings nema kanski heilög Jóhanna. Segi það sama, allir sem stríða við veikindi eiga samúð mína, það hefur bara ekkert með pólitíka að gera.

Rut Sumarliðadóttir, 24.1.2009 kl. 22:28

11 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Auðvitað á veikt fólk að fara í veikindafrí. Þetta er orðið mjög ruglingslegt. Hæ Heidi. Ég er alltaf að hitta nýja bloggvini (og gamla) á mótmælum. Í dag hitti ég Heidi og Jenný. Frábærar konur.

Nú höldum við bara áfram appelsýnugular.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 24.1.2009 kl. 22:30

12 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Halló ljúfan, fyrirgefðu ef ég var dónaleg á síðunni þinni, þú veist hvernig ég er með minn aulahúmor.

Væri með ykkur ef ég gæti. Nenni ekki að telja upp hvað bíllinn minn er lélegur en gigtin er öllu verri, gæti eflaust ekki staðið svona lengi í kulda og trekki. Ef við verðum að mótmæla í sumar (vonandi ekki) þá er allt annað uppi á tengingnum. Þá er ég í fínu formi. 

Sammála, frábærar konur. Ég er alveg að tjúllast með þennan appelsínugula lit.

Rut Sumarliðadóttir, 24.1.2009 kl. 22:38

13 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ný tíðindi.  Bjöggi hefur sagt af sér og rekið alla stjórnina í Fjármálaeftirlitinu.

Kannski Geir harði stigi til hliðar og gefi Tobbu tækifæri á að reka Dabba og hanns meðreiðarsveina í Seðlabankanum.  Hver veit?  Ég er nú bjartsýn að eðlisfari.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 25.1.2009 kl. 12:05

14 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Já, flott hjá Bjögga. Nema þetta sé enn eitt leikritið. Hvað veit maður á síðustu og verstu. En hann fær sjens þar til annað kemur í ljós.

Það verður gaman aðsjá eftirleikinn, vonum það besta enda "hamingjusamasta" þjóð í heimi! Veitir ekki af smá bjartsýni!

Rut Sumarliðadóttir, 25.1.2009 kl. 12:15

15 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Auðvitað er þetta strategískt hjá Björgvini. Þetta er allt að leysast upp og menn að forða sér.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 26.1.2009 kl. 00:40

16 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Já, einn........

Rut Sumarliðadóttir, 26.1.2009 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband