Konur eru frá Venus, karlar frá Mars en ég er frá Júpiter

Veit ekki hvort ég er ein um það að líða stundum eins og ég sé stödd á vitlausri plánetu. Þessi tilfinningin hefur ágerst undanfarið. Ég er hreinlega ekki viss um að við fólkið í landinu búum á sama stað og þeir sem hér stjórna. Gapið verður stærra með hverjum deginum ef eitthvað er.

Geir, yfirmaður okkar allra, lýsir yfir fullum stuðningi við bankastjórn Seðlabankans. Enda hefur sú stjórn staðið sig með stakri prýði. Eða þannig. Raddir okkar fólksins heyrast ekki þegar við mótmælum og viljum að skipt verði út því fólki sem hefur ekki staðið sig í stykkinu. Það er meira að segja gert svo lítið úr mótmælum þeirra sem mættu á fundinn að útgefin tala um mannfjölda var stórlega lækkuð.

Annars um fundinn s.l. laugardag. Er Kolfinna Baldvinsdóttir með sér mótmæli? Erum við ekki öll að mótmæla því sama? Hvaða prímadonnustælar eru þetta eiginlega.  Sameinuð stöndum við.

Fagna því að ISG sé komin aftur til starfa. Held að hún hafi verið með sjálfstæðisflokkslagað æxli sem nú sem betur fer hefur veri numið á brott.  Óska henni góðs bata.

Silkihúfurnar standa upp hver af annarri og segja okkur að það sem skiptir mestu máli núna í kreppunni sé að halda utan um hvert annað og senda knús og kveðjur. Skrítin tilviljun að þessar sömu húfur eru allar mun betur launaðar en allur almenningur. Þó ég sé allra jafna afar fús til að gefa knús og kram þá er það ekki efst í huga mér. Ég vil breytingar.

Ég vil að landinu mínu sé stjórnar af fólki með fulle fem. Sem er starfi sínu vaxið. Og fer frá þegar og ef fram kemur að það sé það ekki. Ísland er ekki einkafyrirtæki. Þetta er landið mitt og allt sem hér fer fram kemur mér við. Bara svo það sé á hreinu. Og meðan ég dreg lífsandann mun ég mótmæla því að hér vaði menn uppi með rányrkju og reyni svo að sussa á okkur þegar við mótmælum. Og geri lítið úr því.

Hörður Torfason, ég tek hattin ofan fyrir þér.

Og svo áður en ég sest á kústinn og krúsa um himingeima, góðan og blessaðan daginn.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Sammála þér Rut mín

Kristín Gunnarsdóttir, 27.10.2008 kl. 17:00

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Takk fyrir það. Gangi þér vel.

Rut Sumarliðadóttir, 27.10.2008 kl. 20:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband