Helpless

Það er úr mér allur vindur þessa dagana. Eflaust er ég ekki ein um það. Þjóðin er í áfalli og enginn veit hvað tekur við.

Stjórnarmenn segja okkur ekki rassgat um hvað er verið að ræða um þeirra á milli. Eins og okkur komi þetta ekkert við. Þeir koma fram við okkur eins og óþæga krakka þegar þeir eru spurðir um hver framvindan verður og hvaða skilyrði verða sett fyrir lánveitingum. Svona, svona, þú færð að vita þetta þegar þú verður stór. Þvílíkur dónaskapur af hendi þessa fólk sem  ætlast svo til að við treystum þeim fyrir lífi okkar og afkomu.

Verð að segja að ég er fegin að rússarnir eru ekki lengur með. Lýst mun betur á Alþjóða gjaldeyrissjóðinn (að óséðum skilmálum) og svo aðrar norðulandaþjóðir í kjölfarið.

Það er allt útlit fyrir að lífeyrissjóðsgreiðlur til pöpulsins verði skertar. Nema náttúrulega þingmanna. That go´s without saying. Þannig að allar 38.000- krónurnar sem mér eru skenktar mánaðarlega eftir að hafa unnið fyrir mér frá því ég var unglingur, verða enn lægri. Þeir sem settu okkur á hausinn fá hins vegar óskert laun í formi lífeyrissjóðsgreiðslna. Takk fyrir takk. Skyldi nokkurn undra að fólk sé þunglynt þessa dagana.

Er ekki einhver þarna úti sem vill kaupa lífið mitt? Selst á spottprís. Vegabréf fylgir eftir eina notkun. Eina skilyrðið er að ég fái fyrir farinu til Amsterdam one way.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Knús á þig Rut mín.....kem með þér til Amsterdam, ef ég má

Sigrún Jónsdóttir, 21.10.2008 kl. 16:02

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Kvennaferð til Amsterdam! Sammála þér með Rússalánið, það hlýtur eitthvað gruggugt að hafa hangið á þeirri spýtu.

Takk fyrir kveðjuna.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 21.10.2008 kl. 16:57

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Rut, ég vil benda þér á að lesa þessa færslu sem ég skrifaði í bloggið mitt.

Greta Björg Úlfsdóttir, 21.10.2008 kl. 18:43

4 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Takk Sigrún.

Rut Sumarliðadóttir, 21.10.2008 kl. 18:55

5 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Takk Jóga mín, umrædd ferð til Amstedam er vegna þess að það er eina landið sem leyfir líknardauða.

Rut Sumarliðadóttir, 21.10.2008 kl. 18:57

6 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Gréta, búin að lesa samviskusamlega.

Rut Sumarliðadóttir, 21.10.2008 kl. 18:57

7 Smámynd: Gulli litli

Neil Young er bara töffari...

Gulli litli, 21.10.2008 kl. 19:20

8 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Langflottastur!

Rut Sumarliðadóttir, 21.10.2008 kl. 19:44

9 identicon

ég verð nú að mótmæla þessu sölutilboði á lífi þínu harðlega. ég hef engan áhuga á að einhver eins og dabbi odds myndi ganga mér í móðurstað, þ.e.a.s. þessir gæjar eru þeir einu sem hafa efni á að kaupa eitthvað nú til dags (eins og nokkur stykki líf),já - fyrir utan klósettpappir and suchs. greyið bankastjórarnir/ríkisstarfsmenn, sem eru bara með 1950 þús í mánaðarlaun.

védís (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 20:28

10 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Takk ástarengill. Sé að ég hef gert eitthvað rétt í uppeldinu.

Rut Sumarliðadóttir, 21.10.2008 kl. 20:36

11 Smámynd: Gulli litli

Og hvad ætlar þú ad gera í Amster-djammi ????

Gulli litli, 21.10.2008 kl. 20:45

12 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Þetta er bleksvartur "húmor" sem vísar í að hollendingar leyfa líknardráp.

Rut Sumarliðadóttir, 21.10.2008 kl. 21:46

13 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Nú held ég að ég verði að hætta að tala um Amsterdam.  Ég er allavega allt of gömul til að starfa við elsta starf í heimi!!

Rut Sumarliðadóttir, 22.10.2008 kl. 11:38

14 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég er sko sammála þér með Rússalánið. Treysti þeim þjóðflokki ekki fyrir horn.

Lífeyrisgreiðslur hafa alltaf verið á glæpsamlegum fleti og það er öruggt að  ekki skánar það nú.

Baráttukveðjur

Jóna Á. Gísladóttir, 22.10.2008 kl. 12:45

15 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Heyrðu .. þá veitir ekki af að fara MEÐ þér til Amsterdam til að enginn svæfi þig þar, svefninum langa. Við gætum að vísu misst okkur í hasskökum og sleikjóum. Var einu sinni næstum búin að versla slíka fyrir barnabarnið - svo græn er ég!  .. Annars finnst mér skemmtilegast að fara þar sem ég get hlaupið í sjóinn, ekki til að granda mér, heldur að takast á við öldurnar!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 22.10.2008 kl. 13:42

16 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Jóna, hjúkkit!

Rut Sumarliðadóttir, 22.10.2008 kl. 14:03

17 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Eru til hasssleikjóar? Vissi um kökurnar, þeir sem stunda sjóböð segja það allra meina bót. maður ætti kannski að fara að fara á fallegasta stað á Reykjanesinu og baða sig í sjónum á Stafnesinu. Takk.

held ég þori ekki að minnast á Amsterdam aftur!!

Rut Sumarliðadóttir, 22.10.2008 kl. 14:06

18 Smámynd: Halla Rut

Úff, já ég er eitthvað voðalega svartsýn í dag en það má þó ekki verða ofan á.

Prestar eru sömuleiðis á ríkistryggðum launum og eru örruggir með sinn eftirlaunasjóð og fá hann ásamt þingmönnum, óskertan. Svo segja þeir okkur að vera róleg og hugsa jákvætt og að peningar skipti ekki máli heldur bara lífið sjálft. Auðvelt fyrir þá að segja sem koma númer eitt þegar lífeyrinum er deilt út. Þvílík hræsni.

Halla Rut , 22.10.2008 kl. 14:37

19 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Takk nafna,

já, sumir eru jafnari en aðrir.

Rut Sumarliðadóttir, 22.10.2008 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband